SMS

12. mars 2025

Kasakstan: Háðs­ádeilu­bloggari hand­tekinn fyrir færslu

Blogg­arinn, rithöf­und­urinn og stofn­andi háðs­ádeilu­síð­unnar Qaznews24 á Insta­gram, Temirlan Ensebek, var hand­tekinn þann 17. janúar og ákærður fyrir að hvetja til ágrein­ings milli þjóð­ern­is­hópa“ vegna færslu á Insta­gram-síðunni.

Málsókn á hendur honum er af póli­tískum rótum runnin vegna aðgerð­a­starfs hans og gagn­rýnni háðs­ádeilu á yfir­völd í Kasakstan.

SMS-félagar krefjast þess að Temirlan Ensebek verði umsvifa­laust leystur úr haldi án skil­yrða og að allar ákærur gegn honum verði felldar niður. Réttur hans til tján­ingar þarf að vera tryggður.

Skráðu þig í SMS-aðgerðanetið hér.

Lestu einnig