Gríptu til aðgerða núna
Starf okkar er sérstaklega brýnt núna vegna átakanna í Mið-Austurlöndum. Rannsakendur Amnesty International safna gögnum um brot á alþjóðlegum lögum á svæðinu.
Mannfall óbreyttra borgara á Gaza heldur áfram að aukast í vægðarlausum sprengjuárásum Ísraels sem hófust í kjölfar gíslatöku Hamas og annarra vopnaðra hópa fyrir rúmu ári síðan.
Niðurstöður nýrrar skýrslu Amnesty International sýnir að Ísrael fremur hópmorð á Palestínubúum á Gaza.
Án stöðugs fjárstuðnings getum við ekki haldið áfram okkar starfi. Til að safna og greina sönnunargögn þarf sérfræðiþekkingu, háþróaða tækni, starfsfólk á vettvangi ásamt því að gera viðeigandi öryggisráðstafanir.
Með þinni hjálp getum við haldið áfram rannsóknum og safnað saman sönnunargögnum um mannréttindabrot og stríðsglæpi með það að markmiði að draga gerendur til ábyrgðar.
Starf Amnesty International byggist nær eingöngu á styrktarframlagi einstaklinga. Það gerir okkur kleift að vera óháð pólitískum, trúarlegum og efnahagslegum hagsmunum.
Íslandsdeild Amnesty International notar orðið hópmorð í stað þjóðarmorðs fyrir enska orðið genocide til samræmis við íslensk lög. Hugtakið hópmorð nær þar með yfir aðra hópa eins og þjóðernishópa, kynstofna eða trúflokka en ekki eingöngu þjóð.
SMS
3. júlí 2020Ekkert hefur heyrst frá Qurban Mamut síðan í nóvember 2017. Hann er Úígúri og fyrrum ritstjóri Xianjiang Civilization, sem fjallar um menningu og sögu Úígúra í Xianjiang í Kína. Qurban Mamut heimsótti son sinn, Bahram Sintash, í Bandaríkjunum í febrúar 2017. Sonur hans, sem er bandarískur ríkisborgari, telur að faðir sinn hafi verið handtekinn fyrir það eitt að eiga ættingja sem býr utan Kína þar sem hann frétti í september 2018 að faðir sinn hefði verið færður í svokallaðar endurmenntunarbúðir. Hann hefur miklar áhyggjur af föður sínum vegna aldurs og líkamlegs ástands. Amnesty International hefur skráð fleiri tilfelli þar sem fólk frá Xianjiang hefur verið sent í endurmenntunarbúðir fyrir að eiga ættingja erlendis.
Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér! Sendu svo AKALL í númerið 1900 til að skrifa undir málið.
Bahram Sintash vinnur í Bandaríkjunum fyrir útvarpsstöðina Radio Free Asia (RFA), einn af fáum fjölmiðlum sem fjalla óháð um ástandið í Xinjiang. Mörg dæmi eru um að skyldmenni starfsfólks útvarpsstöðvarinnar hafi verið send í endurmenntunarbúðir í Kína.
Í Xinjiang eru einna flestir þjóðernisminnihlutahópar í Kína. Meira en helmingur íbúa tilheyra múslimskum hópum, þar á meðal eru um 11,3 milljónir Úígúrar.
Í mars 2017 settu stjórnvöld reglugerð sem banna „öfgahegðun“ eins og að ganga í búrku, vera með „óeðlilegt“ skegg og lesa eða birta „öfgafullt efni“. Áætlað er að rúmlega milljón Úígúrar og fleiri múslimskir hópar hafi verið í haldi í þessum svokölluðu endurmenntunarbúðum. Samkvæmt kínverskum stjórnvöldum er tilgangur búðanna að veita fólki valfrjálsa menntun en frásagnir einstaklinga sem hefur verið haldið þar lýsa matarskorti, barsmíðum og einangrunarvist.
SMS-félagar krefjast þess að Qurban Mamut verði leystur úr haldi og að Kína leyfi óháða rannsókn í Xinjiang.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu