SMS

3. júlí 2020

Kína: 70 ára Úígúra haldið í einangrun

Ekkert hefur heyrst frá Qurban Mamut síðan í nóvember 2017. Hann er Úígúri og fyrrum ritstjóri Xianjiang Civilization, sem fjallar um menn­ingu og sögu Úígúra í Xianjiang í Kína. Qurban Mamut heim­sótti son sinn, Bahram Sintash, í Banda­ríkj­unum í febrúar 2017. Sonur hans, sem er banda­rískur ríkis­borgari, telur að faðir sinn hafi verið hand­tekinn fyrir það eitt að eiga ættingja sem býr utan Kína þar sem hann frétti í sept­ember 2018 að faðir sinn hefði verið færður í svokall­aðar endur­mennt­un­ar­búðir. Hann hefur miklar áhyggjur af föður sínum vegna aldurs og líkam­legs ástands. Amnesty Internati­onal hefur skráð fleiri tilfelli þar sem fólk frá Xianjiang hefur verið sent í endur­mennt­un­ar­búðir fyrir að eiga ættingja erlendis.

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér! Sendu svo AKALL í númerið 1900 til að skrifa undir málið.

Bahram Sintash vinnur í Banda­ríkj­unum fyrir útvarps­stöðina Radio Free Asia (RFA), einn af fáum fjöl­miðlum sem fjalla óháð um ástandið í Xinjiang. Mörg dæmi eru um að skyld­menni starfs­fólks útvarps­stöðv­ar­innar hafi verið send í endur­mennt­un­ar­búðir í Kína.

Í Xinjiang eru einna flestir þjóð­ern­isminni­hluta­hópar í Kína. Meira en helm­ingur íbúa tilheyra múslimskum hópum, þar á meðal eru um 11,3 millj­ónir Úígúrar.

Í mars 2017 settu stjórn­völd reglu­gerð sem banna „öfga­hegðun“ eins og að ganga í búrku, vera með „óeðli­legt“ skegg og lesa eða birta  „öfga­fullt efni“. Áætlað er að rúmlega milljón Úígúrar og fleiri múslimskir hópar hafi verið í haldi í þessum svokölluðu endur­mennt­un­ar­búðum. Samkvæmt kínverskum stjórn­völdum er tilgangur búðanna að veita fólki valfrjálsa menntun en frásagnir einstak­linga sem hefur verið haldið þar lýsa matar­skorti, barsmíðum og einangr­un­ar­vist.

SMS-félagar krefjast þess að Qurban Mamut verði leystur úr haldi og að Kína leyfi óháða rann­sókn í Xinjiang.

Lestu einnig