SMS
3. júlí 2020Ekkert hefur heyrst frá Qurban Mamut síðan í nóvember 2017. Hann er Úígúri og fyrrum ritstjóri Xianjiang Civilization, sem fjallar um menningu og sögu Úígúra í Xianjiang í Kína. Qurban Mamut heimsótti son sinn, Bahram Sintash, í Bandaríkjunum í febrúar 2017. Sonur hans, sem er bandarískur ríkisborgari, telur að faðir sinn hafi verið handtekinn fyrir það eitt að eiga ættingja sem býr utan Kína þar sem hann frétti í september 2018 að faðir sinn hefði verið færður í svokallaðar endurmenntunarbúðir. Hann hefur miklar áhyggjur af föður sínum vegna aldurs og líkamlegs ástands. Amnesty International hefur skráð fleiri tilfelli þar sem fólk frá Xianjiang hefur verið sent í endurmenntunarbúðir fyrir að eiga ættingja erlendis.
Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér! Sendu svo AKALL í númerið 1900 til að skrifa undir málið.
Bahram Sintash vinnur í Bandaríkjunum fyrir útvarpsstöðina Radio Free Asia (RFA), einn af fáum fjölmiðlum sem fjalla óháð um ástandið í Xinjiang. Mörg dæmi eru um að skyldmenni starfsfólks útvarpsstöðvarinnar hafi verið send í endurmenntunarbúðir í Kína.
Í Xinjiang eru einna flestir þjóðernisminnihlutahópar í Kína. Meira en helmingur íbúa tilheyra múslimskum hópum, þar á meðal eru um 11,3 milljónir Úígúrar.
Í mars 2017 settu stjórnvöld reglugerð sem banna „öfgahegðun“ eins og að ganga í búrku, vera með „óeðlilegt“ skegg og lesa eða birta „öfgafullt efni“. Áætlað er að rúmlega milljón Úígúrar og fleiri múslimskir hópar hafi verið í haldi í þessum svokölluðu endurmenntunarbúðum. Samkvæmt kínverskum stjórnvöldum er tilgangur búðanna að veita fólki valfrjálsa menntun en frásagnir einstaklinga sem hefur verið haldið þar lýsa matarskorti, barsmíðum og einangrunarvist.
SMS-félagar krefjast þess að Qurban Mamut verði leystur úr haldi og að Kína leyfi óháða rannsókn í Xinjiang.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu