SMS
25. mars 2024Mannréttindalögfræðingurinn Yu Wensheng og kona hans Xu Yan voru færð í varðhald þann 13. apríl 2023 þegar þau voru á leið sinni að hitta sendiherra Evrópusambandsins í Peking í Kína. Hjónin eru bæði þekkt í Kína sem aðgerðasinnar og voru handtekin fyrir að „stofna til deilna“ og „að hvetja til kollvörpunar ríkisvaldsins“. Ári síðar liggur enn ekki fyrir dagsetning á réttarhöldum yfir þeim.
Xu Yan hefur að sögn lést um 14 kg frá því hún var handtekin vegna aðstæðna á varðhaldsstöðinni í Peking sem gætu talist til pyndinga og annarrar illrar meðferðar. Í janúar 2024 voru hjónin færð frá varðhaldsstöð í Peking til varðhaldsstöðvar í Jiangsu-héraði sem er í um 1000 km fjarlægð frá heimili þeirra í Peking. Sonur þeirra var nýorðinn 18 ára þegar foreldrar hans voru handteknir. Andlegri heilsu hans hefur hrakað síðastliðið ár og þjáist hann nú af þunglyndi.
Hjónin Yu Wensheng og Xu Yan eru í haldi fyrir það eitt að tjá sig friðsamlega.
SMS-félagar kalla eftir því að þau verði leyst úr haldi án tafar og þar til þau verði leyst úr haldi er þess krafist að þau sæti ekki pyndingum eða hótunum.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu