SMS

25. mars 2024

Kína: Hjón í haldi vegna mann­rétt­ind­astarfa

Mann­rétt­inda­lög­fræð­ing­urinn Yu Wens­heng og kona hans Xu Yan voru færð í varð­hald þann 13. apríl 2023 þegar þau voru á leið sinni að hitta sendi­herra Evrópu­sam­bandsins í Peking í Kína. Hjónin eru bæði þekkt í Kína sem aðgerða­sinnar og voru hand­tekin fyrir að „stofna til deilna“ og að hvetja til koll­vörpunar ríkis­valdsins“.  Ári síðar liggur enn ekki fyrir  dagsetning á rétt­ar­höldum yfir þeim.  

Xu Yan hefur að sögn lést um 14 kg frá því hún var hand­tekin vegna aðstæðna á varð­halds­stöð­inni í Peking sem gætu talist til pynd­inga og annarrar illrar meðferðar.  Í janúar 2024 voru hjónin færð frá varð­halds­stöð í Peking til varð­halds­stöðvar í Jiangsu-héraði sem er í um 1000 km fjar­lægð frá heimili þeirra í Peking. Sonur þeirra var nýorðinn 18 ára þegar foreldrar hans voru hand­teknir. Andlegri heilsu hans hefur hrakað síðast­liðið ár og þjáist hann nú af þung­lyndi. 

Hjónin Yu Wens­heng og Xu Yan eru í haldi fyrir það eitt að tjá sig frið­sam­lega. 

SMS-félagar kalla eftir því að þau verði leyst úr haldi án tafar og þar til þau verði leyst úr haldi er þess krafist að þau sæti ekki pynd­ingum eða hótunum.  

Lestu einnig