SMS

12. desember 2024

Kína: Lista­maður í haldi

Gao Zhen, þekktur kínverskur lista­maður, var hand­tekinn af yfir­völdum þann 26. ágúst 2024 þegar hann var í ferða­lagi með konu sinni og barni í Kína.

Gao er ákærður fyrir “ærumeið­ingar gegn hetjum og píslar­vottum Kína”, glæpur sem varðar allt að þriggja ára fang­elsi. Hann hefur notað list sína meðal annars til að gagn­rýna Mao Zedong fyrrum leið­toga Kína.

Kona hans og barn eru í farbanni í Kína.

SMS-félagar Amnesty krefjast þess að kínversk yfir­völd leysi Gao Zhen úr haldi umsvifa­laust án skil­yrða og hætti að nota lög til að þrengja að tján­ing­ar­frelsi lista­fólks.

Lestu einnig