SMS
12. desember 2024Gao Zhen, þekktur kínverskur listamaður, var handtekinn af yfirvöldum þann 26. ágúst 2024 þegar hann var í ferðalagi með konu sinni og barni í Kína.
Gao er ákærður fyrir “ærumeiðingar gegn hetjum og píslarvottum Kína”, glæpur sem varðar allt að þriggja ára fangelsi. Hann hefur notað list sína meðal annars til að gagnrýna Mao Zedong fyrrum leiðtoga Kína.
Kona hans og barn eru í farbanni í Kína.
SMS-félagar Amnesty krefjast þess að kínversk yfirvöld leysi Gao Zhen úr haldi umsvifalaust án skilyrða og hætti að nota lög til að þrengja að tjáningarfrelsi listafólks.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu