SMS

13. október 2025

Kína: Ungur háskóla­nemi í haldi fyrir frið­sam­legt aðgerð­astarf erlendis

Zhang Yadi, einnig þekkt sem Tara, hvarf í Yunnan héraði í suðaust­ur­hluta Kína þann 31. júlí 2025. Hún var að snúa heim eftir háskólanám í Frakklandi þar sem hún tók þátt í mann­rétt­ind­a­starfi og var í sjálf­boð­a­starfi fyrir  samtök  sem sameina kínverska háskóla­nema erlendis.

Talið er að hún hafi verið hand­tekin af örygg­is­veit stjórn­valda grunuð um að hvetja til aðskiln­aðar og er í varð­haldi án samskipta við umheiminn.  Verði Zhang dæmd sek gæti hún átt yfir höfði sér allt að fimm ára fang­elsi en dómurinn gæti orðið enn þyngri ef hún er talin vera „uppreisn­ar­leið­togi“ eða brotið talið „alvar­legt“.

SMS-félagar krefjast þess að Zhang Yadi verði umsvifa­laust leyst úr haldi án skil­yrða.  

Lestu einnig