SMS

10. desember 2018

Kína: Verka­menn hand­teknir fyrir að reyna að koma verka­lýðs­fé­lagi á fót

Þrír verk­smiðju­starfs­menn og einn starfs­maður óháðra hags­muna­sam­taka voru hand­teknir fyrir að reyna að setja á fót verka­lýðs­félag í Kína. Menn­irnir fjórir hafa ekki fengið að hitta fjöl­skyldur sínar og hafa haft takmark­aðan aðgang að lögfræð­ingum sínum frá því að þeir voru settir í varð­hald í júlí á þessu ári. Af þeim sökum eru uppi áhyggjur af heilsu þeirra og ótti um að þeir fái ekki notið rétt­látrar máls­með­ferðar.

Li Zhan, Mi Jiuping og Yu Juncon starfa fyrir fyrir­tækið Jasic Thechnology, fyrir­tæki sem býr til logsuðu­tæki í suður­hluta kínversku borg­ar­innar Shenzhen. Í júlí gerðu þeir og nokkrir aðrir samstarfs­menn þeirra tilraun til að setja á lagg­irnar verka­lýðs­félag í samræmi við kínversk lög. Nokkrum dögum síðar eða þann 27. júlí 2018 voru þeir ásak­aðir um að reyna að mynda ólög­legt verka­lýðs­félag og hand­teknir grun­aðir um að „valda umróti og vand­ræðum“. Fu Changguo sem starfar fyrir óháð hags­muna­samtök launa­fólks í Kína, Shenzhen Dagongzhe Workers’ Centre var hand­tekinn í ágúst fyrir að hrópa, þeim til stuðn­ings slagorð fyrir utan lögreglu­stöðina þar sem þremenn­ing­arnir voru í haldi. Allir fjórir voru í kjöl­farið ákærðir fyrir að „að standa að mann­söfnuðu og valda trufl­unum í opin­beru rými“.

Enginn fjór­menn­ing­anna hefur fengið að hitta fjöl­skyldu sína eftir hand­tök­urnar og hafa þeir allir átt í vand­ræðum með að hitta lögfræð­inga sína. Kínversk yfir­völd hafa ítrekað hindrað fundi þeirra með lögfræð­ingum sínum og jafnvel vísað lögfræð­ingum frá málinu og ráðið aðra á vegum stjórn­valda.

Hand­taka mann­anna fjög­urra er hluti af stærri herferð gegn starfs­mönnum Jasic Technology verk­smiðj­unnar. Tuttugu og sex aðrir menn sem voru með í tilraun­inni að stofna verka­lýðs­fé­lagið voru einnig settir í varð­hald í júlí. Sumir hafa misst vinnuna og aðrir orðið fyrir árásum óein­kennisklæddra einstak­linga þegar þeir reyndu að mæta aftur til vinnu sinnar.

SMS-félagar krefjast þess fyrst og fremst að Li Zhan, Mi Jiuping, Yu Juncon og Fu Changguo séu látnir lausir eða að þeir fái sann­gjarna máls­með­ferð samkvæmt alþjóð­legum stöðlum. Að auki er þess krafist að þeir fái reglu­lega að hitta fjöl­skyldur sínar og lögfræð­inga að eigin vali og að fjöl­skyldur þeirra og lögfræð­ingar séu upplýst um gang málsins.

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér.

Lestu einnig