SMS
19. september 2024Öryggisfyrirtækið Internal Security Agency (ISA) handtók aðgerðasinnann og bloggarann Maryam Masnour al-Warfalli þann 13. janúar 2024 í Líbíu.
Fyrirtækið er tengt vopnaða hópnum Libyan Arab Armed Forces (LAAF) sem er með yfirráð yfir austur- og suðausturhluta Líbíu. Maryam var handtekin án heimildar eftir að hún gagnrýndi á samfélagsmiðlum stjórnarhætti LAAF á dreifingu á gasi í suðurhluta Líbíu. Henni hefur verið haldið í aðalstöðvum LAAF í Benghazi í næstum átta mánuði án ákæru.
Mynd: AFP via Getty Images
SMS-félagar krefjast þess að Maryam verði leyst úr haldi umsvifalaust. Þangað til skulu fangelsisyfirvöld leyfa henni að hafa samband við fjölskyldu sína og tryggja aðgengi að lögfræðingi og fullnægjandi heilbrigðisþjónustu.
LAAF og aðrir vopnaðir hópar undir stjórn þeirra verða að stöðva kúgunarherferð sína gegn gagnrýnendum og andstæðingum, þar á meðal stjórnmálafólki, aðgerðarsinnum, skáldum og bloggurum, og sleppa öllum þeim sem hafa verið handteknir að geðþótta.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu