SMS

19. september 2024

Líbía: Aðgerðasinni í haldi fyrir færslur á samfé­lags­miðlum

Örygg­is­fyr­ir­tækið Internal Secu­rity Agency (ISA) handtók aðgerða­sinnann og blogg­arann Maryam Masnour al-Warfalli þann 13. janúar 2024 í Líbíu.

Fyrir­tækið er tengt vopnaða hópnum Libyan Arab Armed Forces (LAAF) sem er með yfirráð yfir austur- og suðaust­ur­hluta Líbíu. Maryam var hand­tekin án heim­ildar eftir að hún gagn­rýndi á samfé­lags­miðlum  stjórn­ar­hætti LAAF á dreif­ingu á gasi í suður­hluta Líbíu. Henni hefur verið haldið í aðal­stöðvum LAAF í Beng­hazi í næstum átta mánuði án ákæru.

Mynd: AFP via Getty Images

SMS-félagar krefjast þess að Maryam verði leyst úr haldi umsvifa­laust. Þangað til skulu fang­els­is­yf­ir­völd leyfa henni að hafa samband við fjöl­skyldu sína og tryggja aðgengi að lögfræð­ingi og full­nægj­andi heil­brigð­is­þjón­ustu.

LAAF og aðrir vopn­aðir hópar undir stjórn þeirra verða að stöðva kúgun­ar­her­ferð sína gegn gagn­rýn­endum og andstæð­ingum, þar á meðal stjórn­mála­fólki, aðgerð­ar­sinnum, skáldum og blogg­urum, og sleppa öllum þeim sem hafa verið hand­teknir að geðþótta.

Skráðu þig í SMS-aðgerðanetið hér.

Lestu einnig