SMS

20. júní 2022

Maldív­eyjar: Aðgerðasinni dæmdur í fang­elsi fyrir guðlast

Mohamed Rusthum Mujut­haba, 39 ára aðgerða- og frið­arsinni, á yfir höfði sér fimm mánaða fang­elsi fyrir guðlast. Hann var í haldi í meira en sex mánuði áður en hann fór fyrir dóm. Stjórn­völd verða að fella niður ákærur gegn honum.

Mohamed var fyrst hand­tekinn í sept­ember 2019 fyrir að birta efni á samfé­lags­miðlum. Hann var ákærður fyrir að gagn­rýna íslam.

„Ég tísti um kven­rétt­indi, samvisku­frelsi og vankanta trúar­innar, hvað er rangt og að ekki megi þröngva trú upp á neinn. Þau höfðu prentað öll tístin, þetta voru næstum 6 þúsund tíst,“ segir Mohamed.

Á Maldív­eyjum eru gagn­rýnar skoð­anir um íslam, Kóraninn, spámanninn og guð taldar vera guðlast og refsi­verðar. Innan­rík­is­ráð­herra hefur sagt í fjöl­miðlum að Maldív­eyjar séu 100% múslíma­land og að guðlast verði ekki liðið.

Bann við guðlasti brýtur gegn alþjóða­lögum nema í einstaka tilfellum þegar verið að kynda undir hatri, mismunun og ofbeldi. Ákærur á hendur Mohamed brjóta gegn alþjóða­lögum meðal annars alþjóða­sam­ingi um borg­araleg og stjórn­málaleg rétt­indi.

Maldív­eyjar gerðist aðili að alþjóða­sam­ingi um borg­araleg og stjórn­málaleg rétt­indi árið 2006.

Mohamed Rusthum Mujut­haba fær ekki lögfræðing í máli sínu vegna þess að mál hans tengist trú og trúfrelsi í landinu er bannað.

Amnesty Internati­onal hefur áður skrá­sett slæmar aðstæður í fang­elsum á Maldív­eyjum. Mohamed fékk ekki föt til skipt­anna og var haldið í mjög litlum klefa með þremur öðrum föngum. Nokkrir fangar réðust á hann þegar hann var í varð­haldi.

Sms-félagar krefjast þess að dómur gegn Mohamed verði felldur niður strax.

Lestu einnig