Tilkynning

26. nóvember 2020

Mann­rétt­inda­áskorun

Íslands­deild Amnesty Internati­onal skorar á ungmenni á aldr­inum 16-25 ára að taka þátt í mann­rétt­inda­áskorun! Hefur þú áhuga á mann­rétt­indum? Búðu til stutt vídjó, í verð­laun er úlpan Dyngja frá 66° NORÐUR.

 

Hvað þarf  gera? 

  • Búðu til vídjó með símanum þínum undir einni mínútu  hámark tveir mega standa  hverju mynd­bandi! 
  • Deildu vídjóinu á Insta­gram, bæði í story og á vegg og skoraðu á þrjá vini til þess að taka þátt! 
  • Taggaðu #þitt­nafn og @amnestyice­land, bæði í story og á vegg. 
  • Skrifaðu undir málin á www.amnesty.is
  • Fylgdu @amnestyice­land á insta­gram

 

Hvað þarf að koma fram í Vídjóinu? 

  • Um hvað snýst herferðin Þitt nafn bjargar lífi? 
  • Hvernig getur þú lagt þitt að mörkum núna?  
  • Hvernig tekur þú þátt í keppn­inni um Mann­rétt­inda­skóla ársins 2020?

 

Vídjóið er metið út frá frumleika, skýr­leika og upplýs­inga- og skemmtana­gildi

Í dómnefnd sitja: Reynir Lyngdal (leik­stjóri), Sonja Huld Guðjóns­dóttir (Amnesty) og Thelma Marín Jóns­dóttir (Amnesty). 

Skila­frestur er til 18.desember

 

Vinn­ings­ví­djóið verður tilkynnt 22. desember og Í verð­laun er úlpan Dyngja frá 66° Norður! 

Lestu einnig