Viðburðir

9. desember 2024

Mann­rétt­inda­gjörn­ingur fyrir utan Alþing­is­húsið

Ungl­iða­hreyfing Íslands­deildar Amnesty Internati­onal var með mann­rétt­inda­gjörning fyrir utan Alþing­is­húsið í hádeginu þann 9. desember.

Á jörðina voru lagðir fjórtán líkpokar sem vísun í þá sem sem hafa látist á Gaza í átök­unum. Á hvern poka var settur útprent­aður stafur og saman mynduðu þeir setn­inguna: ÞETTA ER HÓPMORÐ.  Einnig var kveikt á kerta­ljósum til minn­ingar þeirra sem hafa látist.

Víða um heim voru deildir Amnesty Internati­onal með gjörning í sama tilgangi á þessum degi,  9. desember, sem er alþjóða­dagur til minn­ingar um fórn­ar­lömb hópmorðs og viðleitni til að hindra slíka glæpi.

Ungl­iðar úr ungl­iða­hreyf­ingu Íslands­deild­ar­innar lásu upp brot úr nýút­kom­inni skýrslu Amnesty Internati­onal um hópmorð Ísraela á palest­in­skum íbúum Gaza, sem gáfu hroll­vekj­andi mynd af aðstæð­unum á Gaza. Þar kom meðal annars fram að 63% allra bygg­inga á svæðinu hafa verið eyði­lagðar og að um 60 % þeirra sem hafa látist eru konur, börn og eldri borg­arar.  

Samkvæmt skýrslu Amnesty Internati­onal er ljóst að um ásetning um hópmorð er að ræða þegar horft er á hern­að­ar­lega sókn Ísraels og þær afleið­ingar sem stefnur og aðgerðir Ísraels hafa haft í víðu samhengi.  

Amnesty Internati­onal kallar eftir því að ríki heims grípi til öflugra og langvar­andi aðgerða, sama hversu óþægi­legt það kann að vera fyrir  banda­menn Ísraels og  að ríki heims beiti  öllum löglegum leiðum til að draga gerendur til ábyrgðar. 

Við köllum á leið­toga þessa heims og ekki síður hér á Íslandi að not rétt orð yfir það sem á sér stað. ÞETTA ER HÓPMORÐ! 

Skýrsluna má lesa í heild sinni hér. 

Edda Sól Arth­urs­dóttir, les brot úr skýrsl­unni

Cynthia Namugambe, les brot úr skýrsl­unni

Lestu einnig