SMS

17. september 2019

Mann­rétt­indasinni í haldi í heilt ár án dóms

Đoàn Thị Hồng var hand­tekin ólög­lega í sept­ember 2018 og hefur verið í haldi síðan án þess að mál hennar hafi verið tekið fyrir af dómstólum. Fjöl­skylda Đoàn Thị Hồng fékk ekki að hitta hana fyrr en 4. sept­ember 2019, 11 mánuðum eftir að hún var tekin höndum, og tók þá eftir heilsu­brestum hjá henni. Við krefj­umst þess að yfir­völd leysi Đoàn Thị Hồng úr haldi þar sem hún er samviskufangi og hefur einungis nýtt rétt sinn til tján­ing­ar­frelsis á frið­sam­legan hátt.

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér! Sendu svo AKALL í númerið 1900 til að skrifa undir málið.

Đoàn Thị Hồng er hluti af hópi sem berst fyrir innleið­ingu kafla tvö í víet­nömsku stjórn­ar­skránni frá 2013 en sá kafli tryggir grund­vall­ar­mann­rétt­indi allra Víet­nama.

Í júní 2018 tók Đoàn Thị Hồng þátt í almennum mótmælum í borg­inni Hồ Chí Minh þar sem mótmælt var frum­varpi laga sem myndi heimila ríkis­stjórn­inni að ákvarða sérstaka efna­hagslög­sögu. Ef lögin verða samþykkt gætu erlendir fjár­festar notað land­svæði í allt að 99 ár og notið skattaí­vilnana. Þetta yki hættu á takmörk­uðum tæki­færum heima­manna.

+ Lesa meira

Lestu einnig