Fréttir

23. mars 2020

Mann­rétt­inda­skólar ársins 2019

Kvenna­skólinn í Reykjavík og Fram­halds­skólinn í Austur-Skafta­fells­sýslu eru Mann­rétt­inda­fram­halds­skólar ársins 201og hlutu nú í febrúar viður­kenn­ingu og verð­launa­grip fyrir frammi­stöðu sína í skóla­keppni Íslands­deildar Amnesty Internati­onal, Mann­rétt­inda­fram­halds­skóli ársins, sem haldin er árlega í tengslum við  herferðina Þitt nafn bjargar lífi.

 

Þá hlutu Háteigs­skóli og Alþjóða­skólinn á Íslandi viður­kenn­ingu og verð­launa­grip fyrir frammi­stöðuna í grunn­skóla­keppni samtak­anna og titilinn Mann­rétt­inda­grunn­skóli ársins 2019.

Þitt nafn bjargar lífi, stærsta árlega herferð Amnesty Internati­onal fór fram í október, nóvember og desember 2019.

Hér á landi söfn­uðust hvorki meira né minna en 86.886 undir­skriftir til stuðn­ings ungum þolendum mann­rétt­inda­brota víða um heim þar af komu 12.840 undir­skriftir frá grunn- og fram­halds­skóla­nemum.

Í ár var sjónum beint að tíu málum ungs fólks sem brotið hefur verið á og gafst fólki tæki­færi til að skrifa undir aðgerða­kort/bréf til stjórn­valda sem og skrifa stuðn­ingskveðjur til einstak­ling­anna sjálfra. 

Kvennó og FAS sigur­veg­arar í fram­halds­skóla­keppn­inni  

Í ár tóku 25 fram­halds­skólar á landinu þátt í átakinu og söfnuðu samtals 8.497 undir­skriftum. Kvenna­skólinn í Reykjavík sigur úr býtum sem Mann­rétt­inda­fram­halds­skóli ársins annað árið í röð en nemendur skólans söfnuðu flestum undir­skriftum allra þátt­töku­skólaalls 1.936. Þá sigraði Fram­halds­skólinn í Austur-Skafta­fells­sýslu í flokki flestra undir­skrifta miðað við nemenda­fjölda en þar söfnuðu nemendur 673 undir­skriftum. 

Háteigs­skóli og Alþjóðaskólinn krýndir Mann­rétt­inda­grunn­skólar ársins 

Líkt og í fyrra tóku sjö grunn­skólar víðs­vegar á landinu þátt í keppninni en hún var nú haldin í annað sinn í núver­andi mynd. Háteigs­skóli fór með sigur af hólmi í annað sinn sem Mann­rétt­inda­grunn­skóli ársins og safnaði 1.886 undir­skriftum sem er hvorki meira né minna en 749 fleiri undir­skriftir en nemendur þar söfnuðu í fyrra. Þá hlaut Alþjóða­skólinn á Íslandi einnig verðlaun annað árið í röð fyrir flestar undir­skriftir miðað við nemenda­fjölda en skólinn safnaði að þessu sinni 1.425 undir­skriftum en í fyrra söfnuðu nemendur skólans 571 undir­skrift. Að auki skrifuðu nemendur Alþjóða­skólans 88 stuðn­ingskveðjur til þolenda. 

Herferðin Þitt nafn bjargar lífi

Þitt nafn bjargar lífi er stærsti árlegi viðburður Amnesty Internati­onal en þá skrifar fjöldi fólks nafn sitt á bréf og kort til stjórn­valda sem brjóta mann­rétt­indi og krefst rétt­lætis í þágu þolenda brot­anna. Samtímis skrifa hundruð þúsunda einstak­linga víða um heim slík bréf en árið 2018 söfn­uðust í heildina um sex millj­ónir undir­skrifta um heim allan. 

Bréfin bera árangur.

 

Þau bjarga lífi, því þó stjórn­völd eigi auðvelt með að hunsa eitt bréf er erfitt að líta undan þegar millj­ónir slíkra bréfa berast alls staðar að úr heim­inum. Á hverju ári verðum við líka vitni að raun­veru­legum breyt­ingum í lífi þeirra sem beittir eru grófum órétti og við berj­umst fyrir. Við höfum átt þátt í því að fjöldi samviskufanga hafa verið leystir úr haldi, pynd­arar hafa verið látnir svara til saka, fangar á dauða­deild verið náðaðir og ómann­úð­legri löggjöf breytt.  

Lestu einnig