SMS

13. nóvember 2023

Mexíkó: Heilt samfélag flutt á brott vegna lofts­lags­breyt­inga

Flytja þurfti 84 einstak­linga á brott úr „El bosque“- samfé­laginu í Suður-Mexíkó þann 1. nóvember 2023 vegna hækk­andi sjáv­ar­máls og hræði­legra afleið­inga loft­lags­breyt­inga. Þeir voru fluttir í bæinn Frontera sem eru í 12 km fjar­lægð.

El Bosque er fiski­manna­sam­félag í Tabasco-fylki í suður­hluta Mexíkó, sem hefur orðið fyrir áhrifum hækk­andi sjáv­ar­máls. Lofts­lags­breyt­ingar hafa valdið auknu strandrofi á svæðinu. Frá árinu 2019 hafa verið stöð­ugar flóð­bylgjur og miklar öfgar í veður­fari á svæðinu. Strand­lengja El Bosque hefur minnkað um 200 metra, sem hefur valdið eyði­legg­ingu heimila og innviða samfé­lagsins. 

Yfir­völd í Mexíkó lofuðu að flytja samfé­lagið varan­lega á annan stað í apríl 2023 vegna þessara ógna sem samfé­lagið hefur staðið frammi fyrir frá árinu 2019. Þrátt fyrir áfram­hald­andi eyði­legg­ingu heimila og innviða á svæðinu, hefur loforð yfir­valda um varan­lega flutn­inga ekki enn átt sér stað. 

SMS-félagar krefjast þess að yfir­völd í Mexíkó tryggi mann­rétt­indi fólksins frá El Bosque í ljósi mann­úð­ar­neyð­ar­innar og sjái til þess að samfé­lagið El Bosque fái fastan samastað án tafar. 

Lestu einnig