SMS
13. nóvember 2023Flytja þurfti 84 einstaklinga á brott úr „El bosque“- samfélaginu í Suður-Mexíkó þann 1. nóvember 2023 vegna hækkandi sjávarmáls og hræðilegra afleiðinga loftlagsbreytinga. Þeir voru fluttir í bæinn Frontera sem eru í 12 km fjarlægð.
El Bosque er fiskimannasamfélag í Tabasco-fylki í suðurhluta Mexíkó, sem hefur orðið fyrir áhrifum hækkandi sjávarmáls. Loftslagsbreytingar hafa valdið auknu strandrofi á svæðinu. Frá árinu 2019 hafa verið stöðugar flóðbylgjur og miklar öfgar í veðurfari á svæðinu. Strandlengja El Bosque hefur minnkað um 200 metra, sem hefur valdið eyðileggingu heimila og innviða samfélagsins.
Yfirvöld í Mexíkó lofuðu að flytja samfélagið varanlega á annan stað í apríl 2023 vegna þessara ógna sem samfélagið hefur staðið frammi fyrir frá árinu 2019. Þrátt fyrir áframhaldandi eyðileggingu heimila og innviða á svæðinu, hefur loforð yfirvalda um varanlega flutninga ekki enn átt sér stað.
SMS-félagar krefjast þess að yfirvöld í Mexíkó tryggi mannréttindi fólksins frá El Bosque í ljósi mannúðarneyðarinnar og sjái til þess að samfélagið El Bosque fái fastan samastað án tafar.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu