SMS

8. febrúar 2024

Mexíkó: Rann­sókn á manns­hvarfi nemenda í hættu

Lögreglu­rann­sókn stendur enn yfir á manns­hvarfi 43 nemenda þann 26. sept­ember 2014 . Síðustu niður­stöður rann­sókn­ar­innar sýndu mögu­lega vanrækslu eða þátt­töku hersins í hvarfi nemend­anna.

Ættingjar og samtök þeim til stuðn­ings hafa lengi krafist þess að ríkis­stjórn Andrés Manuel López Obrador forseta tryggi að yfir­völd afhendi 800 skjöl frá her Mexíkó sem eru nauð­synleg fyrir rann­sóknina en stjórn­völd hafa neitað að láta af hendi skjöl sem vantar upp á.

SMS – félagar krefjast þess að ríkis­stjórn Mexíkó útvegi öll þau gögn sem tengjast hvarfi nemend­anna svo að ættingjar þeirrafái að vita sann­leikann um það sem gerðist og að tryggt verði að gerendur verði dregnir til ábyrgðar.

 

 

Lestu einnig