SMS

30. október 2018

Mósambík: Blaða­mönnum og aðgerða­sinnum ógnað

Blaða­menn og aðgerða­sinnar hafa fengið sendar nafn­lausar lífláts­hót­anir og ógnandi símtöl og skilaboð síðan 10. október. Hótan­irnar hófust eftir að hópur blaða­manna og aðgerða­sinna fylgdust með kjör­stöðum og fluttu fréttir af úrslitum sveita­stjórna­kosn­inga í borg­unum Nacala-Porto og Nampula í Nampula-héraði í norður Mósambík.

Mann­rétt­inda­bar­áttu­mað­urinn og fram­kvæmda­stjóri samtak­anna Soli­dariedade Moçamb­ique Antônio Lourenço Mutoua, tals­maður sömu samtaka Júlio Paulino, blaða­mað­urinn Arlindo César Sever­iano Chissale, ritstjórinn Aunício da Silva, prest­arnir Benvindo Tapua og Cantífulas de Castro auk tveggja blaða­manna sem óska nafn­leyndar hafa allir fengið lífláts­hót­anir, ógnandi símtöl og skilaboð vegna aðkomu þeirra að sveita­stjórn­ar­kosn­ing­unum.

Hótan­irnar hafa verið á þá leið að þeir ættu að „vara sig“, „dagar þeirra séu taldir“ og þeir gætu átt það á hættu að „hverfa spor­laust“. Þeim er kennt um að hafa valdið því að ráðandi meiri­hluti á svæðinu, flokk­urinn Mozamb­ique Liberation Front (FRELIMO),  féll vegna aðkomu þeirra að kosn­ing­unum. Með því að skipu­leggja vaktir á kjör­stöðum og birta umfjall­anir um fram­gang og niður­stöður kosn­ing­anna eigi þeir að hafa ráðið úrslit­unum.

Sms-félagar krefjast þess að blaða­menn­irnir, aðgerða­sinn­arnir og fjöl­skyldur þeirra hljóti vernd yfir­valda gegn hótunum af þessu tagi, að málin verði rann­sökuð og þeir sóttir til saka sem bera ábyrgð á hótun­unum og skila­boð­unum. Einnig viljum við þrýsta á stjórn­völd að skapa blaða­mönnum og öðru fjöl­miðla­fólki, aðgerða­sinnum og baráttu­fólki fyrir mann­rétt­indum öruggt starfs­um­hverfi.

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér.

Lestu einnig