SMS

19. ágúst 2025

Mósambík: Fjöl­miðla­konu byrlað eitur

Fjöl­miðla­konan Selma Inocência Mari­vate tjáði Amnesty Internati­onal þann 27. júlí að hana grunaði að eitrað hafi verið fyrir sér með þung­málmum í vinnu­ferð til Maputo, höfuð­borg Mósambík, í mars síðast­liðnum.

(Mynd: mótmæli í Mósambík ALFREDO ZUNIGA/AFP – Getty Images)

Stuttu eftir að hún sneri aftur til Þýska­lands, þar sem hún býr og starfar, varð hún alvar­lega veik og mældust þung­málmar í blóði hennar í óútskýr­an­lega miklum mæli. Selma er í lífs­hættu og gengst undir öfluga meðferð til að hreinsa blóðið.

Selma ferð­aðist til Mósambík 2. mars til að stýra viku­langri þjálfun fyrir fjöl­miðla­fólk. Á meðan á heim­sókn hennar stóð greindi hún frá því að hún teldi öryggi sínu ógnaðör­yggi sitt vera í hættu og fór úr landi 6. mars, fyrr en áætlað var. Selma hefur gagn­rýnt opin­ber­lega þau mann­rétt­inda­brot sem áttu sér stað frá október 2024 til febrúar 2025 þegar næstum 400 einstak­lingar voru drepnir í mótmælum í Mósambík.

SMS-félagar krefjast þess að yfir­völd í Mósambík rann­saki umsvifa­laust mögu­lega eitrun og fordæmi opin­ber­lega árásir gegn fjöl­miðla­fólki.

Skráðu þig í SMS-aðgerðanetið.

Lestu einnig