SMS
19. ágúst 2025Fjölmiðlakonan Selma Inocência Marivate tjáði Amnesty International þann 27. júlí að hana grunaði að eitrað hafi verið fyrir sér með þungmálmum í vinnuferð til Maputo, höfuðborg Mósambík, í mars síðastliðnum.
(Mynd: mótmæli í Mósambík ALFREDO ZUNIGA/AFP – Getty Images)
Stuttu eftir að hún sneri aftur til Þýskalands, þar sem hún býr og starfar, varð hún alvarlega veik og mældust þungmálmar í blóði hennar í óútskýranlega miklum mæli. Selma er í lífshættu og gengst undir öfluga meðferð til að hreinsa blóðið.
Selma ferðaðist til Mósambík 2. mars til að stýra vikulangri þjálfun fyrir fjölmiðlafólk. Á meðan á heimsókn hennar stóð greindi hún frá því að hún teldi öryggi sínu ógnaðöryggi sitt vera í hættu og fór úr landi 6. mars, fyrr en áætlað var. Selma hefur gagnrýnt opinberlega þau mannréttindabrot sem áttu sér stað frá október 2024 til febrúar 2025 þegar næstum 400 einstaklingar voru drepnir í mótmælum í Mósambík.
SMS-félagar krefjast þess að yfirvöld í Mósambík rannsaki umsvifalaust mögulega eitrun og fordæmi opinberlega árásir gegn fjölmiðlafólki.
Skráðu þig í SMS-aðgerðanetið.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu