SMS

20. júlí 2020

Mósambík: Leysið flótta­fólk og umsækj­endur um alþjóð­lega vernd úr haldi

Hópur flótta­fólks og umsækj­enda um alþjóð­lega vernd hefur verið í haldi að geðþótta í Pemba, í norð­aust­ur­hluta Mósambík í meira en eitt og hálft ár við hræði­legar aðstæður á lögreglu­stöð. Um er að ræða sextán einstak­linga frá Lýðstjórn­ar­lýð­veldinu Kongó og Eþíópíu. Vegna kórónu­veirufar­ald­ursins er heilsa þeirra í enn frekari hættu.

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér! Sendu svo AKALL í númerið 1900 til að skrifa undir málið.

Þrátt fyrir að fólkið hafi verið í haldi í eitt og hálft ár hefur það ekki fengið upplýs­ingar um af hverju það er í haldi eða hvaða ákærur það á yfir höfði sér. Mál þess hefur heldur ekki farið fyrir dóm. Samkvæmt lögum á ekki halda einstak­lingum lengur en 90 daga án rétt­ar­halda.

Lögregla ásamt útlend­inga­eft­ir­lits­mönn­um­handtók fólkið án heim­ildar í Maratane-búðirnar þann 17. janúar 2019 og samkvæmt frásögnum fólksins var það beitt ofbeldi. Reynt hefur verið að þvinga fólkið til að skrifa undir skjöl um að samþykkja af fúsum og frjálsum vilja að snúa aftur til heima­lands síns.

Flótta­fólk og umsækj­endur um alþjóð­lega vernd eiga rétt á rétt­látri máls­með­ferð og full­nægj­andi aðbúnaði í varð­haldi, þar með talið aðgangi að mat, vatni og heil­brigð­is­þjón­ustu, eins og annað fólk. Alþjóðleg lög um endur­send­ingar banna ríkjum að senda fólk á staði þar sem það á hættu á að verða fyrir alvar­legum mann­rétt­inda­brotum.

Fjöl­skyldur einstak­ling­anna búa í Maratane flótta­manna­búð­unum og hafa ekki efni á að ferðast til Pemba til að heim­sækja þá.

Sms-félagar krefjast þess að þessir 16 einstak­lingar verði leystir úr haldi strax!

 

Lestu einnig