SMS

11. mars 2020

Myanmar: Lista­fólk í haldi fyrir birt­ingu list­flutn­ings

Sex meðlimir úr lista­hópnum Peacock Generation afplána tveggja til þriggja ára dóm vegna list­flutn­ings þar sem herinn er gagn­rýndur. Nýverið voru þrír meðlimanna dæmdir til sex mánaða fang­elsis­vistar til viðbótar fyrir „ærumeið­ingar á netinu“ eftir að hafa birt list­flutn­inginn á netinu. Þeir eru samviskufangar sem þarf að leysa umsvifa­laust úr haldi án skil­yrða.

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér! Sendu svo AKALL í númerið 1900 til að skrifa undir málið.

Þann 17. febrúar 2020 voru þrír meðlimir lista­hópsins dæmdir í sex mánaða fang­elsi fyrir „ærumeið­ingar á netinu“ á grund­velli laga um fjar­skipti frá árinu 2013 en hópurinn birti myndir og mynd­bönd af „Thanguyt“ flutn­ingi sínum við hátíð­ar­höld í apríl 2019. Í list­flutn­ingnum klæddist hópurinn herklæðnaði og hæddist að hernum.

„Thanguyt“ er list­grein sem á sér langa sögu í Myanmar og er samblanda af ljóða­gerð, gaman­leik og tónlist. Opinber flutn­ingur á „Thanguyt“ var bann­aður árið 1989 af hernum en svo leyfður aftur árið 2013 og er flutn­ingur vinsæll við hátíðleg tilefni.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessir meðlimir hópsins hljóta dóm en á síðustu mánuðum hafa þeir verið dæmdir fjórum sinnum fyrir list sína.

 

Amnesty Internati­onal hefur áhyggjur af hand­tökum og varð­haldi mann­rétt­inda- og aðgerða­sinna í Myanmar sem einungis eru að nýta rétt sinn til tján­ing­ar­frelsis á frið­sam­legan hátt.

SMS-félagar krefjast þess að meðlimir Peacock Generation verði leystir úr haldi og að ákærur á hendur þeim verði felldar niður ásamt því að lög sem takmarka tján­ing­ar­frelsi verði felld úr gildi eða breytt í samræmi við alþjóðleg mann­rétt­indalög.

Lestu einnig