SMS

18. desember 2024

Níger: Þekktur mann­rétt­inda­fröm­uður í haldi

Mann­rétt­inda­fröm­uð­urinn Moussa Tchangari og fram­kvæmda­stjóri félaga­sam­tak­anna Citizens’ Alternative Spaces var hand­tekinn þann 3. desember síðast­liðinn á heimili sínu í Niamey, höfuð­borg Níger.

Þrír vopn­aðir menn sem sögðust vera óein­kennisklæddir lögreglu­menn hand­tóku hann. Ekki var vitað hvar hann var í haldi í næstum tvo daga. Þann 5. desember kom í ljós að hann var í haldi hjá yfir­völdum og ákærður fyrir að boða hryðju­verk og vera í samvinnu við glæpa­samtök tengdum hryðju­verkum.

Nokkrum vikum áður en Moussa var hand­tekinn hafði hann gagn­rýnt innan­rík­is­ráð­herra Níger fyrir að aftur­kalla leyfi tveggja mann­úð­ar­sam­taka. Viku fyrir hand­töku hans boðuðu samtök hans til fundar til að ræða nýlega forseta­til­skipun. Hand­taka og varð­hald Moussa virðist vera sprottin af aðgerðum yfir­valda Níger til að brjóta á bak aftur stjórn­ar­and­stöðu, fjöl­miðla og frið­sam­lega gagn­rýni frá því að þau tóku völdin með vald­aráni hersins í júlí 2023. Hann er í haldi fyrir það eitt að nýta mann­rétt­indi sín frið­sam­lega.

SMS-félagar krefjast þess að stjórn­völd í Níger felli niður ákærur og leysi Moussa Tchangari umsvifa­laust úr haldi.

Lestu einnig