SMS
18. desember 2024Mannréttindafrömuðurinn Moussa Tchangari og framkvæmdastjóri félagasamtakanna Citizens’ Alternative Spaces var handtekinn þann 3. desember síðastliðinn á heimili sínu í Niamey, höfuðborg Níger.
Þrír vopnaðir menn sem sögðust vera óeinkennisklæddir lögreglumenn handtóku hann. Ekki var vitað hvar hann var í haldi í næstum tvo daga. Þann 5. desember kom í ljós að hann var í haldi hjá yfirvöldum og ákærður fyrir að boða hryðjuverk og vera í samvinnu við glæpasamtök tengdum hryðjuverkum.
Nokkrum vikum áður en Moussa var handtekinn hafði hann gagnrýnt innanríkisráðherra Níger fyrir að afturkalla leyfi tveggja mannúðarsamtaka. Viku fyrir handtöku hans boðuðu samtök hans til fundar til að ræða nýlega forsetatilskipun. Handtaka og varðhald Moussa virðist vera sprottin af aðgerðum yfirvalda Níger til að brjóta á bak aftur stjórnarandstöðu, fjölmiðla og friðsamlega gagnrýni frá því að þau tóku völdin með valdaráni hersins í júlí 2023. Hann er í haldi fyrir það eitt að nýta mannréttindi sín friðsamlega.
SMS-félagar krefjast þess að stjórnvöld í Níger felli niður ákærur og leysi Moussa Tchangari umsvifalaust úr haldi.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu