Fréttir

13. nóvember 2023

Nýtt veggl­ista­verk við Kaffi Vest

Lista­konan Julia Mai Linnéa Maria málaði nýverið glæsi­legt veggl­ista­verk á útivegg kaffi­hússins Kaffi Vest í Vest­urbæ Reykja­víkur. Verkið er af pólska kven­rétt­inda­fröm­uð­inum Justynu Wydrzyńska sem berst fyrir rétt­inum til öruggs þung­un­ar­rofs í heimalandi sínu.

Mál hennar er eitt tíu mála sem tekin eru fyrir í herferð­inni Þitt nafn bjargar lífi í ár.

Aðspurð um samstarf sitt við Íslands­deild Amnesty Internati­onal og lista­verkið segir Julia eftir­far­andi:

„Mál Justynu hafði mikil áhrif á mig og mig langar að vinna meira með list sem felur jafn­framt í sér mikilvæg skilaboð. Ég hef alltaf verið einhvers konar aðgerðasinni og vann meira að segja með Amnesty Internati­onal í Svíþjóð þegar ég var unglingur. Kven­rétt­indi eru auðvitað mikilvæg alls staðar, hvort sem það á við um Ísland, Pólland eða Palestínu, og þau eiga að ná jafnt til allra kvenna eða kvára um allan heim. Þess vegna vildi ég bæta inn í lista­verkið text­anum: Minn líkami, mitt val því það á virki­lega engin mann­eskja, kirkja eða ríkis­stjórn að taka ákvarð­anir um hvað við gerum við okkar líf eða líkama.”

Íslands­deild Amnesty Internati­onal þakkar Juliu Mai inni­lega fyrir samstarfið og fallega túlkun hennar á aðgerð­a­starfi og máli Justynu.

Við hvetjum alla til að taka mynd af sér fyrir framan lista­verkið við Kaffi Vest og deila á samfé­lags­miðlum ásamt myllu­merkinu #ÞNBL2023, auk þess að skrifa undir mál Justynu hér.

 

 

Lestu einnig