Fréttir
13. nóvember 2023Listakonan Julia Mai Linnéa Maria málaði nýverið glæsilegt vegglistaverk á útivegg kaffihússins Kaffi Vest í Vesturbæ Reykjavíkur. Verkið er af pólska kvenréttindafrömuðinum Justynu Wydrzyńska sem berst fyrir réttinum til öruggs þungunarrofs í heimalandi sínu.
Mál hennar er eitt tíu mála sem tekin eru fyrir í herferðinni Þitt nafn bjargar lífi í ár.
Aðspurð um samstarf sitt við Íslandsdeild Amnesty International og listaverkið segir Julia eftirfarandi:
„Mál Justynu hafði mikil áhrif á mig og mig langar að vinna meira með list sem felur jafnframt í sér mikilvæg skilaboð. Ég hef alltaf verið einhvers konar aðgerðasinni og vann meira að segja með Amnesty International í Svíþjóð þegar ég var unglingur. Kvenréttindi eru auðvitað mikilvæg alls staðar, hvort sem það á við um Ísland, Pólland eða Palestínu, og þau eiga að ná jafnt til allra kvenna eða kvára um allan heim. Þess vegna vildi ég bæta inn í listaverkið textanum: Minn líkami, mitt val því það á virkilega engin manneskja, kirkja eða ríkisstjórn að taka ákvarðanir um hvað við gerum við okkar líf eða líkama.”
Íslandsdeild Amnesty International þakkar Juliu Mai innilega fyrir samstarfið og fallega túlkun hennar á aðgerðastarfi og máli Justynu.
Við hvetjum alla til að taka mynd af sér fyrir framan listaverkið við Kaffi Vest og deila á samfélagsmiðlum ásamt myllumerkinu #ÞNBL2023, auk þess að skrifa undir mál Justynu hér.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu