SMS

20. nóvember 2023

Pakistan: Svöðvið brott­vís­anir flótta­fólks frá Afgan­istan

Pakistönsk yfir­völd tilkynntu þann 3. október 2023 ákvörðun sína um að vísa óskráðu afgönsku flótta­fólki úr landi fyrir 1. nóvember. Slík ákvörðun brýtur gegn alþjóða­skuld­bind­ingum Pakistan.

Frá 1. nóvember hafa yfir­völd vísað afgönsku fólki úr landi og hert aðgerðir sínar gegn óskráðu afgönsku flótta­fólki . Fólk, meðal annars börn, konur og eldra fólk,  hefur verið hand­tekið að geðþótta, sætt ólög­mætri fanga­vista og fjöl­skyldur hafa verið aðskildar.

Yfir­völd hafa ekki leyft aðgang að varð­halds­stöð sem sett hefur verið upp sérstak­lega vegna brott­flutn­inga flótta­fólks. Heimili flótta­fólksins hafa einnig verið eyði­lögð og lagt verið hald á eignir þess.

SMS-félagar krefjast þess að yfir­völd í Pakistan stöðvi tafar­laust brott­vís­anir, hand­tökur og árásir gegn afgönsku flótta­fólki.

Lestu einnig