SMS
11. apríl 2025Vidal Brítez var handtekinn þann 26. mars í Paso Yobái, í Guairá-héraði í Paragvæ fyrir að verja réttinn til heilnæms umhverfis. Hann hefur lengi barist gegn mengun á svæðinu. Saksóknari hefur hafið málsókn gegn honum vegna átaka sem brutust út milli nokkurra einstaklinga en hann var ekki á staðnum þegar þau áttu sér stað.er Þessi málsókn beininst því gegn aðgerðastarfi hans.
Fjölskylda hans hefur áhyggjur af heilsufari hans vegna astma.
Samkvæmt alþjóðlegum mannréttindalögum eru öll ríki skuldbundin til að virða og vernda réttinn til að verja mannréttindi. Málsóknin gegn Brítez brýtur gegn þeirri skyldu og skapar erfiðaraðstæður fyrir annað baráttufólk sem verndar réttinn til heilnæms umhverfis. Alþjóðlegar skuldbingingar stjórnvalda í Paragvæ eiga að tryggja réttláta málsmeðferð.
SMS-félagar Amnesty krefjast þess að embætti saksóknara felli niður ákærur á hendur Brítez.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu