SMS

11. apríl 2025

Paragvæ: Leysið umhverf­issinna úr haldi

Vidal Brítez var hand­tekinn þann 26. mars í Paso Yobái, í Guairá-héraði í Paragvæ fyrir að verja réttinn til heil­næms umhverfis. Hann hefur lengi barist gegn mengun á svæðinu.  Saksóknari hefur hafið málsókn gegn honum vegna átaka sem brutust út milli nokk­urra einstak­linga en hann var ekki á staðnum þegar þau áttu sér stað.er Þessi málsókn bein­inst því gegn aðgerð­a­starfi hans.  

Fjöl­skylda hans hefur áhyggjur af heilsu­fari hans vegna astma.

Samkvæmt alþjóð­legum mann­rétt­inda­lögum eru öll ríki skuld­bundin til að virða og vernda réttinn til að verja mann­rétt­indi. Málsóknin gegn Brítez brýtur gegn þeirri skyldu og skapar erfið­ar­að­stæður fyrir annað baráttu­fólk sem verndar réttinn til heil­næms umhverfis. Alþjóð­legar skuld­bing­ingar stjórn­valda í Paragvæ eiga að tryggja rétt­láta máls­með­ferð.  

SMS-félagar Amnesty krefjast þess að embætti saksóknara felli niður ákærur á hendur Brítez. 

Lestu einnig