Tilkynning

13. desember 2024

Rétt­indi útskýrð: Mann­rétt­indi og vopnuð átök

Íslands­deild Amnesty Internati­onal hefur gefið út fræðslu­efnið Rétt­indi útskýrð. Rétt­indi útskýrð eru tvö fræðslu­hefti sem fjalla um mann­rétt­indi og vopnuð átök. 

Í fyrra heftinu, Rétt­indi útskýrð: Jafnvel í stríði gilda reglur, eru alþjóðleg mann­úðar- og mann­rétt­indalög kynnt og farið yfir grund­vall­ar­at­riði þeirra, meðal annars hvað telst brot á þessum lögum og nauðsyn þess að virða og vernda mann­rétt­indi í vopn­uðum átökum. 

Seinna heftið, Rétt­indi útskýrð: Stig­vax­andi átök í Ísrael og á Gaza, byggir að miklu leyti á fyrra heftinu en kafar dýpra í átökin sem eiga sér stað í Ísrael og á Gaza. Veitt er yfirsýn yfir skyldur samkvæmt alþjóð­legum mann­úð­ar­lögum, farið yfir laga­lega ábyrgð aðila í átök­unum og lögð áhersla á skyldur þeirra hvað viðkemur vernd borgara, hátt­semi í átökum og  mann­úð­ar­að­stoð. 

Rétt­indi útskýrð hentar flestum aldurs­hópum, þó sérstak­lega í fram­halds­skólum og eldri deildum grunn­skóla, og er tilvalið fyrir alla sem vilja dýpka þekk­ingu sína á alþjóða­lögum og hlut­verki þeirra þegar kemur að átökum. Stríð og vopnuð átök eru mikið til umræðu þessa dagana. Mikil­vægt er að nemendur fái rými til þess að fræðast um málefni líðandi stundar og varpa fram spurn­ingum og vanga­veltum.  

Lestu einnig