SMS
30. nóvember 2023Irina Danilovich er hjúkrunarfræðingur og aðgerðasinni frá Krímskaga en svæðið hefur verið hernumið af Rússlandi síðan 2014. Hún er í haldi rússneskra yfirvalda. Hún hefur vakið athygli á vanda innan heilbrigðiskerfisins á svæðinu og opinberlega fordæmt pólitískar ofsóknir gegn mannréttindafrömuðum og aðgerðasinnum. Einstaklingar sem hafa andmælt hernámi Rússlands, ólögmætri innlimun Krímskaga og mannréttindabrotum frá árinu 2014 hafar sætt ofsóknum, ógnunum, fölskum ákærum og þvinguðum mannshvörfum.
Irina Danilovich var numin af brott af fulltrúum öryggissveitar í apríl 2022 og fékk fjölskylda hennar ekki að vita hvar hún var niðurkomin í tæplega tvær vikur. Í desember sama ár var hún dæmd í sjö ára fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda og á grundvelli falskra ákæra. Nýlega var hún færð í fanganýlendu á Stavropol í Rússlandi. Henni hefur verið neitað um læknisskoðun þrátt fyrir mikinn eyrnaverk. Hætta er á að hún missi alla heyrn fái hún ekki læknismeðferð.
SMS-félagar krefjast þess að hún verði leyst úr haldi án tafar og hún hreinsuð af sök. Að auki er þess krafist að hún fái þá heilbrigðisþjónustu sem hún þarfnast.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu