SMS

30. nóvember 2023

Rúss­land: Hjúkr­un­ar­fræð­ingur og aðgerðasinni í haldi

Irina Dani­lovich er hjúkr­un­ar­fræð­ingur og aðgerðasinni frá Krímskaga en svæðið hefur verið hernumið af Rússlandi síðan 2014. Hún er í haldi rúss­neskra yfir­valda. Hún hefur vakið athygli á vanda innan heil­brigðis­kerf­isins á svæðinu og opin­ber­lega fordæmt póli­tískar ofsóknir gegn mann­rétt­inda­fröm­uðum og aðgerða­sinnum. Einstak­lingar sem hafa andmælt hernámi Rúss­lands, ólög­mætri innlimun Krímskaga og mann­rétt­inda­brotum frá árinu 2014 hafar sætt ofsóknum, ógnunum, fölskum ákærum og þving­uðum manns­hvörfum.  

Irina Dani­lovich var numin af brott af full­trúum örygg­is­sveitar í apríl 2022 og fékk fjöl­skylda hennar ekki að vita hvar hún var niður­komin í tæplega tvær vikur. Í desember sama ár var hún dæmd í sjö ára fang­elsi í kjölfar ósann­gjarnra rétt­ar­halda og á grund­velli falskra ákæra. Nýlega var hún færð í fanga­ný­lendu á Stavr­opol í Rússlandi. Henni hefur verið neitað um lækn­is­skoðun þrátt fyrir mikinn eyrna­verk. Hætta er á að hún missi alla heyrn fái hún ekki lækn­is­með­ferð.    

SMS-félagar krefjast þess að hún verði leyst úr haldi án tafar og hún hreinsuð af sök. Að auki er þess krafist að hún fái þá heil­brigð­is­þjón­ustu sem hún þarfnast. 

Lestu einnig