SMS

14. maí 2020

Rúss­land: Læknir á yfir höfði sér mála­ferli

Tatyana Revva, læknir frá Volgograd í suður­hluta Rúss­lands á yfir höfði sér mála­ferli sem gætu leitt til þess að hún missi lækn­inga­leyfið í kjölfar þess  hún kvartaði yfir skorti á hlífð­ar­búnaði og öðrum vanda­málum  tengdum kórónuveirufar­aldr­inum á spít­al­anum þar sem hún starfar

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér! Sendu svo AKALL í númerið 1900 til að skrifa undir málið.

Engar opin­berar tölur eru til í Rússlandi um fjölda smita hjá heil­brigð­is­starfs­fólki en óopin­berar tölur gefa til kynna  yfir 100 þeirra hafi látist í heims­far­aldr­inumFjöldi starfs­fólks hefur kvartað vegna skorts á hlífðarbúnaðióásætt­an­legum vinnu­að­stæðum og launum. 

Þá eru dæmi um að heil­brigð­is­starfs­fólki, aðgerða­sinnum og mann­rétt­inda­sinnum sé refsað fyrir aðgerðir þeirra tengdar kórónu­veirufar­aldr­inum. Fólk hefur verið ofsótt fyrir að benda á ýmis konar vanbúnað, skort á þálfun, óöruggar vinnu­að­stæður eða fyrir það eitt að reyna að rétta fram hjálp­ar­hönd. Samkvæmt alþjóð­legum mann­rétt­inda­lögum ber ríkis­stjórnum skylda til að virða tján­ing­ar­frelsi. Ríkis­stjórnir verða að tryggja að borg­arar hafi greiðan aðgang að upplýs­ingum til dæmis svo þeir geti varið sig í heims­far­aldi og fylgt leið­bein­ingum um almanna­varnir.

 

Tatyana Revva á rétt á að sinna starfi sínu og nýta tján­ing­ar­frelsið án þess að óttast refsi­að­gerðir stjórn­valda.

SMS-félagar krefjast þess að Tatyana Revva haldi lækn­inga­leyfi sínu, sleppi við hvers konar refsi­að­gerðir og njóti tján­ing­ar­frelsis.

Lestu einnig