SMS

28. ágúst 2023

Rúss­land: Tvær lista­konur í haldi

Leik­hús­stjórinn Evgenia Berkovich og hand­rits­höf­und­urinn Svetlana Petriychuk voru hand­teknar að geðþótta þann 5. maí og eru enn í haldi.

Þær eiga yfir höfði sér ákærur fyrir það að semja og setja upp marg­verð­launaða leik­ritið „Finist Yasny Sokol“ sem fjallar um konur sem fluttu til Sýrlands og giftust meðlimum vopn­aðra hópa þar í landi.

Evgenia og Svetlana eiga báðar yfir höfði sér fráleitar ákærur fyrir það að „rétt­læta hryðju­verk“ sem varðar allt að sjö ára fang­elsi.

SMS-félagar krefjast þess að rúss­nesk yfir­völd leysi þær úr haldi umsvifa­laust og felli niður allar ákærur á hendur þeim.

Lestu einnig