Fréttir

3. mars 2022

Rúss­land/Úkraína: Innrás í Úkraínu er árás á sjálf­stætt ríki og skapar mann­rétt­inda­neyð

Amnesty Internati­onal telur innrás Rúss­lands í Úkraínu greini­legt brot gegn sátt­mála Sameinuðu þjóð­anna. Þetta er árás á yfir­ráða­svæði sjálf­stæðs ríkis og er glæpur samkvæmt alþjóða­lögum. Samtökin kalla eftir því að allir hlut­að­eig­andi verði dregnir til ábyrgðar fyrir aðild sína í innrás­inni og þá glæpi sem hafa verið framdir í kjölfar hennar.

Til að leggja áherslu á alvar­leika ástandsins í Úkraínu hefur Amnesty Internati­onal kallað eftir því að aðild­ar­ríki Sameinuðu þjóð­anna verji sátt­mála Sameinuðu þjóð­anna sem bannar beit­ingu hervalds gegn full­veldi, frið­helgi yfir­ráða­svæðis eða stjórn­mála­legu sjálf­stæði annars ríkis. Í ákvæðinu eru undan­tekn­ingar aðeins leyfi­legar í sjálfs­vörn eða ef örygg­isráð Sameinuðu þjóð­anna veitir leyfi til þess. Hvorugt á við í þessu tilfelli.

Innrás

 

Að auki undir­strikar Amnesty Internati­onal að samkvæmt alþjóða­lögum eru öll ríki skyldug til að leysa alþjóð­legan ágreining með frið­sam­legum aðgerðum og á þann máta að það ógni ekki heims­friði, öryggi og rétt­læti.

„Rúss­land ræðst inn í hjarta Úkraínu í tilraun sinni til að fella af valda­stóli lýðræð­is­lega kosna ríkis­stjórn sem getur haft raun­veru­legar og gríð­ar­legar afleið­ingar fyrir líf, öryggi og velferð almenn­ings. Ekki er hægt að rétt­læta þessar aðgerðir á grund­velli þess sem Rúss­land hefur gefið út. Samt á í hlut aðild­ar­ríki með fast sæti í örygg­is­ráði Sameinuðu þjóð­anna.“

Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal.

 

„Rúss­land hefur klár­lega brotið gegn alþjóð­legum skyldum sínum. Aðgerðir þess stangast blygð­un­ar­laust á við reglur og megin­reglur sem Sameinuðu þjóð­irnar byggjast á. Öll aðild­ar­ríki Sameinuðu þjóð­anna ættu að fordæma þær fortaka­laust. Svívirði­legt skeyt­ing­ar­leysi Rúss­lands á ekki að fá að viðgangast svo að önnur ríki fylgi ekki í kjöl­farið eða það dragi úr getu Sameinuðu þjóð­anna til að halda aftur af slíkri hegðun,“ segir Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal.

Frá innrás Rúss­lands þann 24. febrúar hefur Amnesty Internati­onal skráð aukin brot á alþjóð­legum mann­úð­ar­lögum og mann­rétt­inda­lögum. Á meðal brota er mann­fall óbreyttra borgara vegna handa­hófs­kenndra árása á borg­araleg svæði og innviði. Árásir á vernduð svæði eins og spítala og skóla ásamt notkun vopna eins og lang­drægra skot­flauga sem erfitt er að miða af nákvæmni og ólög­legra vopna eins og klasa­sprengja geta talist til stríðs­glæpa.

 

Ákall til alþjóðasamfélagsins

 

Amnesty Internati­onal hvetur aðild­ar­ríki Sameinuðu þjóð­anna til að standa saman í fordæm­ingu á Rússlandi fyrir þann glæp að ráðast inn á yfir­ráða­svæði sjálf­stæðs ríkis. Samtökin kalla einnig eftir því að aðild­ar­ríkin veiti almennum borg­urum í Úkraínu neyð­ar­að­stoð, þar á meðal fólki á flótta undan árásum, og tryggi að árás Rúss­lands inn í sjálf­stætt ríki verði ekki til þess að draga heiminn niður í hyldýpi ofbeldis, mann­rétt­inda­brota og örygg­is­leysis.

„Á innan við viku hefur innrás Rúss­lands í Úkraínu leitt til fjölda mann­rétt­inda­brota og neyð­ar­ástands fólks á flótta og eru einar verstu hörm­ungar í sögu Evrópu síðustu áratuga. Rúss­land hefur ekki aðeins brotið á nágranna­landi sínu og íbúum þess heldur einnig ögrað uppbygg­ingu alþjóð­legs öryggis og misnotað veik­leika þess, meðal annars þannig að örygg­isráð Sameinuðu þjóð­anna er óstarf­hæft. Það getur haft alvar­legar og langvar­andi afleið­ingar fyrir okkur öll.“

Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal.

 

 

Það er fagn­að­ar­efni að saksóknari Alþjóð­lega saka­mála­dóm­stólsins hafi tilkynnt að reynt verði að hefja rann­sókn í Úkraínu sem mun leiða til þess að gerendur stríðs­glæpa og glæpa gegn mannúð í Úkraínu, þar á meðal æðstu embætt­is­menn sem bera mestu ábyrgð, viti að þeir verði persónu­lega dregnir til ábyrgðar.

Amnesty Internati­onal kallar eftir því að aðild­ar­ríki Alþjóða­lega saka­mála­dóm­stólsins og alþjóða­sam­fé­lagið í heild sýni samstarfs­vilja í rann­sókn dómstólsins.

„Í byrjun er ávallt mikil­vægt að safna og vernda sönn­un­ar­gögn til að rann­sókn síðar meir verði árang­ursrík. Fyrst og fremst verðum við að tryggja að þolendur stríðs­glæpa í Úkraínu, sem því miður fjölgar stöðugt, heyri skilaboð okkar um að alþjóða­sam­fé­lagið sé tilbúið að tryggja þeim bætur vegna þján­inga þeirra,“ segir Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal að lokum.

Lestu einnig