SMS

6. september 2023

Sádi-Arabía: Dauðarefs­ingin fyrir tíst­færslur

Mohammad bin Nasser al-Ghamdi var dæmdur til dauða 9. júlí síðast­liðinn í saka­mála­dóm­stól Sádi-Arabíu fyrir frið­sam­legar aðgerðir á Twitter og Youtube.

Ákæran var meðal annars byggð á nokkrum tíst­færslum þar sem hann gagn­rýnir konunginn, krón­prinsinn og utan­rík­is­stefnu ríkisins.Mohammad  kallaði einnig eftir lausn trúarklerkar úr haldi og gagn­rýndi verð­hækk­anir. 

Dauðarefs­ingin gegn Mohammad, sem er samtals með aðeins 10 fylgj­endur á tveimur nafn­lausum notanda­reikn­ingum, er skýr stig­mögnun í þögg­un­ar­að­gerðum konungs­rík­isins til að bæla niður andóf. 

SMS-félagar krefjast þess að yfir­völd í Sádi-Arabíu felli niður dóminn og leysi Mohammad tafar­laust úr haldi án skil­yrða. 

Lestu einnig