SMS

13. desember 2022

Sádi-Arabía: Einstak­lingur í hættu á aftöku

Yfir­vof­andi hætta er á að Hussein Abo al-Kheir verði tekinn af lífi fyrir vímu­efna­brot. Gert var hlé á aftökum fyrir vímu­efna­brot í janúar 2021 eftir að mann­rétt­inda­nefnd Sádi-Arabíu tilkynnti um opin­bert aftökuhlé á slíkum brotum. Yfir­völd Sádi-Arabíu hafa tekið 20 einstak­linga af lífi fyrir vímu­efna­brot frá því aftökur hófust á ný þann 10. nóvember 2022.

Árið 2014 var Abo-al -Kheir hand­tekinn fyrir meint vímu­efna­smygl og hann dæmdur til dauða árið 2015 eftir afar ósann­gjörn rétt­ar­höld. Máli hans hefur verið áfrýjað án árangurs og verður hann tekinn af lífi um leið og konungur stað­festir dóm hans.   

Hann hefur sætt marg­vís­legum mann­rétt­inda­brotum í gæslu­varð­haldi, þar á meðal pynd­ingum til að draga fram „játn­ingu“.    

SMS-félagar kalla eftir því að konung­urinn ógildi dauð­refs­inguna í máli Hussein Abo-al Kheir og að mál hans verði tekið upp aftur í sann­görnum rétt­ar­höldum.

Einnig er kallað eftir opin­beru aftöku­hléi fyrir öll brot sem fyrsta skref í átt að afnámi dauðarefs­ing­ar­innar í Sádi-Arabíu. 

Lestu einnig