SMS

8. júlí 2025

Sádi-Arabía: Stöðvum aftöku Essam Ahmed

Hætta er á að egypskur sjómaður, Essam Ahmed, verði tekinn af lífi í Sádi-Arabíu.

Yfir­völd þar í landi hand­tóku Essam í desember 2021 á fiskibát milli Sádi-Arabíu og Egypta­lands. Essam segist hafa verið þving­aður af manni með byssu til að flytja vímu­efni. Hann var dæmdur til dauða í nóvember 2022 í kjölfar órétt­látrar máls­með­ferðar fyrir dómi. Essam segist hafa verið pynd­aður strax eftir hand­töku og að hann hafi „játað“ í kjöl­farið. Hann hafði engan aðgang að lögfræð­ingi eftir hand­töku á meðan rann­sókn á máli hans stóð yfir.  

SMS-félagar krefjast þess að hætt verði við aftöku Essam Ahmed og að hann fái rétt­láta máls­með­ferð.  

Sádi-Arabía verður tafar­laust að koma á opin­beru aftöku­hléi með það að mark­miði að afnema dauðarefs­inguna. 

Skráðu þig í SMS-aðgerðanetið hér.

Lestu einnig