Fréttir
7. júní 2019Greta Thunberg og loftslagsverkalls-hreyfing skólabarna, Fridays for Future, eru heiðruð sem samviskusendiherrar Amnesty International 2019.
Heiðursverðlaunin, samviskusendiherra Amnesty International, voru fyrst veitt árið 2002 til að heiðra einstaklinga og hópa sem hafa eflt mannréttindi með því að fylgja samvisku sinni. Á meðal fyrri verðlaunahafa eru Nelson Mandela, Malala Yousafzai og Colin Kaepernick.
„Þessi verðlaun eru ekki mín heldur okkar allra. Það er magnað að verða vitni að þeirri viðurkenningu sem við höfum fengið og finna að við erum að hafa áhrif á það sem við erum að berjast fyrir.“
Greta Thunberg, samviskusendiherra Amnesty International
Loftslagsverkfalls-hreyfingin hófst með Gretu Thunberg, unglingsstúlku frá Svíþjóð, sem ákvað í ágúst 2018 að hætta að mæta í skólann á föstudögum til að mótmæla fyrir utan sænska þinghúsið þar til að þingið gripi til aðgerða gegn loftslagsbreytingum af fullri alvöru.
Rúmlega milljón ungmenni víðsvegar um heiminn tóku þátt í alþjóðlegu loftslagsverkfalli þann 24. maí síðastliðinn og kröfugöngur voru haldnar í rúmlega 100 löndum.
„Mannréttindi og loftslagsbreytingar eru samtvinnuð. Við getum ekki leyst annan vandann án þess að leysa hinn. Loftslagsbreytingar hafa þau áhrif að fólk getur ekki ræktað mat og heimili og heilsa fólks er í hættu. Stjórnvöldum ber skylda til að vernda okkur. Af hverju hafa þau ekki gert neitt til að hindra að loftlagsbreytingar eyðileggi líf okkar?“
Greta Thunberg, samviskusendiherra Amnesty International
Amnesty International
„Það er oft sagt að leiðtogar framtíðarinnar séu ungt fólk. Ég er svo ánægður að Greta Thunberg og loftslagsverkfalls-hreyfingin hafi virt að vettugi þessi skilaboð. Ef beðið það er aðeins beðið eftir framtíðinni þá verður á endanum engin framtíð fyrir neitt okkar. Ungmennin hafa sýnt fram á það að þau eru nú þegar leiðtogar og nú er komið að fullorðna fólkinu að fylgja þeim.“
Kumi Naidoo, framkvæmdastjóri Amnesty International
Ef að stjórnvöld bregðist ekki við loftslagsbreytingum telur Amnesty International að það geti leitt til mestu mannréttindabrota sögunnar gegn framtíðarkynslóðum.
Amnesty International kallar eftir því að ríki grípi til umfangsmeiri aðgerða gegn loftslagsbreytingum sem taki einnig mið af mannréttindasjónarmiðum.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu