Fréttir

7. júní 2019

Samvisku­sendi­herrar Amnesty Internati­onal 2019

Greta Thun­berg og lofts­lags­verkalls-hreyfing skóla­barna, Fridays for Future, eru heiðruð sem samvisku­sendi­herrar Amnesty Internati­onal 2019.

Heið­ur­s­verð­launin, samvisku­sendi­herra Amnesty Internati­onal, voru fyrst veitt árið 2002 til að heiðra einstak­linga og hópa sem hafa eflt mann­rétt­indi með því að fylgja samvisku sinni. Á meðal fyrri verð­launa­hafa eru Nelson Mandela, Malala Yousafzai og Colin Kaepernick.

„Þessi verð­laun eru ekki mín heldur okkar allra. Það er magnað að verða vitni að þeirri viður­kenn­ingu sem við höfum fengið og finna að við erum að hafa áhrif á það sem við erum að berjast fyrir.“

Greta Thun­berg, samvisku­sendi­herra Amnesty Internati­onal

Lofts­lags­verk­falls-hreyf­ingin hófst með Gretu Thun­berg, unglings­stúlku frá Svíþjóð, sem ákvað í ágúst 2018 að hætta að mæta í skólann á föstu­dögum til að mótmæla fyrir utan sænska þing­húsið þar til að þingið gripi til aðgerða gegn lofts­lags­breyt­ingum af fullri alvöru.

Rúmlega milljón ungmenni víðs­vegar um heiminn tóku þátt í alþjóð­legu lofts­lags­verk­falli þann 24. maí síðast­liðinn og kröfu­göngur voru haldnar í rúmlega 100 löndum.

„Mann­rétt­indi og lofts­lags­breyt­ingar eru samtvinnuð. Við getum ekki leyst annan vandann án þess að leysa hinn. Lofts­lags­breyt­ingar hafa þau áhrif að fólk getur ekki ræktað mat og heimili og heilsa fólks er í hættu. Stjórn­völdum ber skylda til að vernda okkur. Af hverju hafa þau ekki gert neitt til að hindra að loft­lags­breyt­ingar eyði­leggi líf okkar?“

Greta Thun­berg, samvisku­sendi­herra Amnesty Internati­onal

Amnesty International

 „Það er oft sagt að leið­togar fram­tíð­ar­innar séu ungt fólk. Ég er svo ánægður að Greta Thun­berg og lofts­lags­verk­falls-hreyf­ingin hafi virt að vettugi þessi skilaboð. Ef beðið það er aðeins beðið eftir fram­tíð­inni þá verður á endanum engin framtíð fyrir neitt okkar. Ungmennin hafa sýnt fram á það að þau eru nú þegar leið­togar og nú er komið að full­orðna fólkinu að fylgja þeim.“

Kumi Naidoo, fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal

Ef að stjórn­völd bregðist ekki við lofts­lags­breyt­ingum telur Amnesty Internati­onal að það geti leitt til mestu mann­rétt­inda­brota sögunnar gegn fram­tíð­arkyn­slóðum.

Amnesty Internati­onal kallar eftir því að ríki grípi til umfangs­meiri aðgerða gegn lofts­lags­breyt­ingum sem taki einnig mið af mann­rétt­inda­sjón­ar­miðum.

Lestu einnig