Fréttir

19. september 2019

Skólar leyfi þátt­töku nemenda í lofts­lags­verk­föllum

Kumi Naidoo, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal, hefur biðlað til 30 þúsund skóla víðs­vegar í heim­inum að nemendum verði leyft að taka þátt í lofts­lags­verk­föllum sem eru án fordæmis og verða haldin 20. og 27. sept­ember. Opið bréf var sent til skóla­yf­ir­valda  í ýmsum löndum, þar á meðal Ástr­alíu, Kanada, Ungverjalandi, Spáni, Nýja-Sjálandi og Bretlandi.

„Ég trúi að málstað­urinn sem börnin eru að berjast fyrir sé það mikil­vægur að ég skrifa ykkur í dag til að óska eftir að nemendur verði ekki hindr­aðir eða þeim refsað fyrir að taka þátt í alþjóð­legu verk­falli  dagana 20. og 27. sept­ember.“

„Neyð­ar­ástand í lofts­lags­málum er eitt helsta mann­rétt­indamál þess­arar kynslóðar. Afleið­ing­arnar munu móta líf þeirra á alla hugs­an­lega vegu. Aðgerða­leysi stjórn­valda, í ljósi yfir­gnæf­andi vísinda­legra sannana, gæti orðið að einu stærsta mann­rétt­inda­broti sögunnar sem nær til margra kynslóða.“

Ungir aðgerða­sinnar frá 115 löndum standa fyrir mótmælum gegn lofts­lags­breyt­ingum dagana 20. og 27. sept­ember en aðaldag­urinn er föstu­daginn 20. sept­ember. Rúmlega 2.400 viðburðir eru fyrir­hug­aðir í 1000 borgum um heim allan.

Í bréfi Kumi Naidoos eru kenn­arar beðnir að hafa í huga að með þátt­töku í verk­fallinu eru börnin að nýta rétt sinn til tján­ing­ar­frelsis, frið­sam­legra fund­ar­halda og að hafa áhrif á ákvarð­anir og málefni sem snerta líf þeirra.

Kumi deildi einnig persónu­legri reynslu sinni af því að vera rekinn úr skóla 15 ára gamall fyrir að skipu­leggja mótmæli gegn aðskiln­að­ar­stefn­unni í skóla sínum í Durban í Suður-Afríku.

 

„Það bakslag varð til þess að ég varð enn ákveðnari í að læra og til allra hamingju gat ég lokið námi mínu og síðar varð ég þess heiðurs aðnjót­andi að vera í því hlut­verki sem ég er í dag. En það er líka annað sem ég hafði sem börn af þessari kynslóð hafa ekki, það er mögu­leikann til ímynda sér fram­tíðina án þess að neyð­ar­ástand í lofts­lag­málum skyggi á.“

“Þessi reynsla mín varð einnig til þess að styrkja mig enn frekar í þeirri trú að það eigi ekki að refsa börnum fyrir að tala um eitt stærsta órétt­læti okkar tíma. Það hefur í raun og veru fallið í hendur unga fólksins að sýna forystu sem margir full­orðnir í valda­stöðu hafa ekki sýnt. Það á ekki að efast um hegðun unga fólksins heldur frekar okkar eigin.“

Bréfið í heild sinni á ensku

Lestu einnig