SMS

30. ágúst 2022

Stöðvið aftur­förina í Afgan­istan

Hafin er ný bylgja mann­rétt­inda­brota í Afgan­istan. Í dag, um ári eftir að Talíbanar náðu völdum í landinu, er eyði­legg­ingin að verða óaft­ur­kræf. 

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér!

Talíbanar hafa ekki einungis brotið loforð um að verja rétt­indi fólksins í landinu, þá sér í lagi rétt­indi kvenna, heldur hafa þeir tekið upp fyrri stjórn­ar­hætti þar sem ofbeldi og mann­rétt­inda­brot eru framin í algjöru refsi­leysi. Á einu ári hafa þeir á kerf­is­bundinn hátt lagt niður stofn­anir sem vernduðu mann­rétt­indi ásamt því að traðka á tján­ingar- og funda­frelsinu og öðrum rétt­indum. Konur og stúlkur fá ekki lengur notið grunn­rétt­inda. Þúsundir Afgana hafa verið hand­teknar að geðþótta, pynd­aðar, sætt þving­uðum manns­hvörfum og jafnvel verið drepnar. Fjöl­miðla­fólk, aðgerða­sinnar, lista­fólk, háskóla­fólk og minni­hluta­hópar eru í mestri hættu. 

Mann­réttindum er ógnað úr öllum áttum. Það verður að stöðva. 

Stattu með fólkinu í Afgan­istan og krefstu þess að það fái að lifa við frelsi og virð­ingu. 

Krefstu þess að Talíbanar virði og tryggi mann­rétt­indi í landinu! 

 

Lestu einnig