SMS

19. júlí 2019

Suður-Súdan: Aðgerða­sinna í haldi neitað fjöl­skyldu­heim­sókn

Suður-súdönskum aðgerða­sinna á fertugs­aldri, Michael Wetn­hialic, er haldið í höfuð­stöðvum þjóðarör­ygg­is­stofn­unar ríkisins og mein­aður aðgangur að fjöl­skyldu sinni eða lögfræð­ingi. Hann var hand­tekinn að geðþótta af þjóðarör­ygg­is­stofn­un­inni í Juba þann 18. maí síðast­liðinn.

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér!

Síðan átök brutust út í landinu árið 2013 hafa hundruð einstak­linga, aðal­lega karl­menn, verið hand­teknir og færðir í varð­halds­stöðvar þjóðarör­ygg­is­stofn­unar ríkisins og leyni­þjón­ustu hersins í höfuð­borg Suður-Súdan, Juba.

Amnesty Internati­onal hefur skráð fjöl­mörg dæmi um varð­höld að geðþótta þar sem fangar eru pynd­aðir og sæta annarri illri meðferð. Sumum er einnig haldið í einangrun, án aðgangs að lögfræð­ingi eða fjöl­skyldu. Aðrir hafa horfið spor­laust.

+ Lesa meira

Lestu einnig