SMS

17. febrúar 2023

Suður-Súdan: Gagn­rýn­andi stjórn­valda í haldi án samskipta við umheiminn

Morris Mabior Awikjok Bak, gagn­rýn­andi stjórn­valda í Suður-Súdan, var hand­tekinn að geðþótta þann 4. febrúar sl. í Naíróbí, höfuð­borg Kenýa, þar sem hann býr.

Talið er að hann hafi sætt brott­vísun til Juba í Suður-Súdan og sé nú í haldi hjá þjóðarör­ygg­is­sveit­inni án allra samskipta við umheiminn, þar á meðal við lögfræðing sinn og fjöl­skyldu.  

SMS-félagar krefjast þess að suðursúdönsk yfir­völd greini frá og upplýsi um stað­setn­ingu og stöðu Morris Mabior Awikjok Bak ásamt því að tryggja að hann hafi greiðan aðgang að fjöl­skyldu sinni, lögfræðingi og lækni. Hann skal umsvifa­laus leystur úr haldi nema hann verði ákærður fyrir alþjóð­lega viður­kenndan glæp. 

Lestu einnig