SMS

6. febrúar 2023

Tæland: Baráttu­konur í haldi

Yfirvöld í Tælandi þagga ítrekað niður í friðsömum mótmæl­endum. Hundruð einstak­linga hafa verið hand­teknir.

Á meðal þeirra eru tvær baráttu­konur sem hafa verið í hung­ur­verk­falli og afþakkað vökva að mestu leyti  síðan um miðjan janúar 2023 í mótmælasskyni við neitun um lausn gegn trygg­ingu. Óttast er um heilsu þeirra.

Þær, ásamt öðrum mótmæl­endum, eru í haldi að geðþótta  fyrir það eitt að nýta rétt sinn til að mótmæla frið­sam­lega.  

SMS-félagar kalla eftir því að baráttu­kon­urnar tvær og aðrir frið­samir mótmæl­endur sem eru í haldi fyrir það eitt að tjá sig frið­sam­lega verði umsvifa­laust leyst úr haldi og ákærur felldar niður.

Einnig er þess krafist að baráttu­kon­urnar í hung­ur­verk­falli séu vernd­aðar gegn pynd­ingum og annarri illri meðferð og fái aðgang að full­nægj­andi heil­brigð­is­þjón­ustu. 

Lestu einnig