SMS

5. desember 2025

Tans­anía: Gagn­rýn­andi stjórn­valda horfinn

Hump­hrey Polepole var rænt í Dar es Salaam þann 6. október 2025 af óþekktum full­trúum örygg­is­sveita.

Hann er opin­skár gagn­rýn­andi stjórn­valda og hefur gagn­rýnt Samia Suluhu Hassan forseta Tans­aníu og stjórnmálaflokkinn Chama Cha Mapinduzi (CCM) fyrir skerð­ingu  borg­ara­legu rými, aðför að mann­rétt­indum og árásir á stjórn­ar­andstæðinga, þar á meðal fang­elsun stjórn­ar­andstæðingsins Tundu Lissu.

SMS-félagar krefjast þess að yfir­völd í Tans­aníu upplýsi tafar­laust um örlög hans og hvar hann er niður­kominn. Einnig er þess krafist að hann sé leystur úr haldi tafar­laust ef hann er í haldi þeirra.

 

Lestu einnig