Góðar fréttir
1. apríl 2022Þitt nafn bjargaði lífi Magai árið 2020 þegar dauðadómur var felldur úr gildi. Nú er hann laus úr haldi. Magai Matiop Ngong var leystur úr haldi í Suður-Súdan þann 22. mars 2022. Mál hans var eitt af málum okkar í árlegri herferð, Þitt nafn bjargar lífi, árið 2019. Hann var aðeins 15 ára þegar hann var dæmdur til dauða. Í kjölfar herferðar okkar var dauðadómur yfir honum felldur úr gildi í júlí 2020 á þeim forsendum að hann var barn að aldri þegar dómur var kveðinn upp. Það stríðir gegn alþjóðlegum mannréttindalögum og lögum Suður-Súdan að dæma einstakling til dauða sem er barn að aldri þegar glæpurinn er framinn.
Magai sat tvö ár og átta mánuði á dauðadeild. Hann var dæmdur til dauða fyrir morð en hann hefur ávallt haldið því fram að um slys hafi verið að ræða. Í réttarhöldunum hafði Magai engan lögfræðing sér til varnar. Fjölskylda fórnarlambsins áfrýjaði ógildingu dauðadómsins en áfrýjunardómstóll staðfesti fyrri niðurstöðu og fór fram á ný réttarhöld.
Í kjölfar nýrra réttarhalda var Magai dæmdur í fimm ára fangelsi og hlaut að auki sekt. Hann hefur nú setið af sér dóminn þar sem hann var handtekinn árið 2017. Mál Magai er þó ekki einsdæmi í Suður-Súdan. Vitað er um fjóra einstaklinga á árunum 2017-2019 sem voru teknir af lífi fyrir glæp sem var framinn þegar viðkomandi var undir 18 ára aldri. Amnesty International er á móti dauðarefsingunni í öllum tilvikum.
Um heim allan gripu 765.000 einstaklingar til aðgerða til stuðnings Magai í herferðinni Þitt nafn bjargar lífi. Á Íslandi söfnuðust hvorki meira né minna en 8.630 undirskriftir honum til stuðnings.
Enn og aftur hefur samtakamátturinn áhrif. Við þökkum öllum sem tóku þátt stuðninginn.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu