Viðburðir
28. nóvember 2024Herferðin Þitt nafn bjargar lífi gengur vel í ár líkt og áður. Undirskriftum er safnað víðs vegar um heim til stuðnings níu einstaklingum og hópum sem þolað hafa mannréttindabrot. Fjölmargar fræðslur um herferðina hafa verið í skólum, bæði framhalds- og grunnskólum. Á döfinni eru fjölbreyttir viðburðir og undirskriftasafnanir í tengslum við herferðina.
Viðburðir í Reykjavík
Undirskriftasöfnun í Kringlunni fimmtudaginn 28. nóvember kl. 16-18.
Ungliðahreyfing Íslandsdeildarinnar og nemendur úr IB námi í MH safna undirskriftum og verða með bás fyrir utan HM á 2. hæð í Kringlunni.
Spurningakeppnin Drekktu betur á Ölstofunni föstudaginn 29. nóvember kl. 18-19:30.
Íslandsdeildin er með spurningakeppni númer 1059 í samstarfi við Ölstofuna sem er haldin þar vikulega. Spurningarnar eru um allt milli himins og jarðar en þó er herferðinni og mannréttindum einnig fléttað inn í með fjölbreyttum hætti.
Ungu fólki býðst að skrifa stuðningskveðjur til þolenda mannréttindabrota í herferðinni í ár. Þetta er síðasti opni fundur ungliðahreyfingarinnar á þessu ári og búast má við hátíðarbrag á fundinum.
Þitt nafn bjargar lífi viðburður í Bíó Paradís 10. desember kl. 18-19
Notaleg stund fyrir frumsýningu á heimildamyndinni Vonarljós sem er gefin út í tilefni af 50 ára afmæli Íslandsdeildarinnar. Smákökur og kaffi á boðstólnum undir ljúfum harmónikkutónum Margrétar Arnardóttur. Boðið verður upp á að skrifa stuðningskveðjur til þolenda mannréttindabrota í herferðinni í ár til að veita þeim styrk og halda á lofti vonarljósinu.
Viðburðir á landsbyggðinni
Ásbyrgi
Jólamarkaður Ásbyrgi, laugardaginn 30. nóvember kl 12 -16
Kópasker
Skerjakolla Kópasker, föstudaginn 6. desember kl. 13 -18 og föstudaginn 13.desember kl. 13 -18
Raufarhöfn
Jólamarkaður í Breiðabliki, húsi eldri borgara á Raufarhöfn, laugardaginn 7. desember kl. 14. – 17
Akureyri
Háskólinn á Akureyri, föstudaginnn 6. desember kl. 12-13
Amtsbókasafnið, laugardaginn 7. desember kl. 13-15
Penninn Eymundsson, sunnudaginn 8. desember kl. 13-15
Þátttaka bókasafna
Bókasafn Héraðsbúa Egilsstaðir
Bókasafnið á Hellu
Bókasafn Árborgar
Bókasafn Rangæinga
Bókasafn Húsavíkur
Bókasafn Dalvíkurbyggðar
Borgarbókasafn, Grófinni
Bókasafnið Klébergi
Borgarbókasafn, Grófinni
Bókasafnið Úlfársdal
Bókasafnið Sólheimum
Bókasafnið Klébergi
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu