Viðburðir

28. nóvember 2024

Þitt nafn bjargar lífi viðburðir

Herferðin Þitt nafn bjargar lífi gengur vel í ár líkt og áður. Undir­skriftum er safnað víðs vegar um heim til stuðn­ings níu einstak­lingum og hópum sem þolað hafa mann­rétt­inda­brot. Fjöl­margar fræðslur um herferðina hafa verið í skólum, bæði fram­halds- og grunn­skólum. Á döfinni eru fjöl­breyttir viðburðir og undir­skrifta­safn­anir í tengslum við herferðina.

 

Viðburðir í Reykjavík

Undir­skrifta­söfnun í Kringl­unni fimmtu­daginn 28. nóvember kl. 16-18.

Ungl­iða­hreyfing Íslands­deild­ar­innar og nemendur úr IB námi í MH safna undir­skriftum og verða með bás fyrir utan HM á 2. hæð í Kringl­unni.

Spurn­inga­keppnin Drekktu betur á Ölstof­unni föstu­daginn 29. nóvember kl. 18-19:30.

Íslands­deildin er með spurn­inga­keppni númer 1059 í samstarfi við Ölstofuna sem er haldin þar viku­lega. Spurn­ing­arnar eru um allt milli himins og jarðar en þó er herferð­inni og mann­rétt­indum einnig fléttað inn í með fjöl­breyttum hætti.

Litlu-jól ungl­iða­hreyf­ing­ar­innar á skrif­stofu Íslands­deildar Amnesty Internati­onal fimmtu­daginn 5. desember kl. 18-20.

Ungu fólki býðst að skrifa stuðn­ingskveðjur til þolenda mann­rétt­inda­brota í herferð­inni í ár. Þetta er síðasti opni fundur ungl­iða­hreyf­ing­ar­innar á þessu ári og búast má við hátíð­ar­brag á fund­inum.

Þitt nafn bjargar lífi viðburður í Bíó Paradís 10. desember kl. 18-19

Notaleg stund fyrir frum­sýn­ingu á heim­ilda­mynd­inni Vonar­ljós sem er gefin út í tilefni af 50 ára afmæli Íslands­deild­ar­innar. Smákökur og kaffi á boðstólnum undir ljúfum harmónikku­tónum Margrétar Arnar­dóttur. Boðið verður upp á að skrifa stuðn­ingskveðjur til þolenda mann­rétt­inda­brota í herferð­inni í ár til að veita þeim styrk og halda á lofti vonar­ljósinu.

Viðburðir á landsbyggðinni

Ásbyrgi

Jóla­mark­aður Ásbyrgi, laug­ar­daginn 30. nóvember kl 12 -16

Kópa­sker

Skerja­kolla Kópa­sker, föstu­daginn 6. desember kl. 13 -18 og föstu­daginn 13.desember kl. 13 -18

Raufar­höfn

Jóla­mark­aður í Breiða­bliki, húsi eldri borgara á Raufar­höfn, laug­ar­daginn 7. desember kl. 14. – 17

Akur­eyri

Háskólinn á Akur­eyri, föstu­dag­innn 6. desember kl. 12-13

Amts­bóka­safnið, laug­ar­daginn 7. desember kl. 13-15

Penninn Eymundsson, sunnu­daginn 8. desember kl. 13-15

 

Þátttaka bókasafna

Bóka­safn Héraðsbúa Egils­staðir

Bóka­safnið á Hellu

Bóka­safn Árborgar

Bóka­safn Rangæ­inga

Bóka­safn Húsa­víkur

Bóka­safn Dalvík­ur­byggðar

Borg­ar­bóka­safn, Gróf­inni

Bóka­safnið Klébergi

Borg­ar­bóka­safn, Gróf­inni

Bóka­safnið Úlfársdal

Bóka­safnið Sólheimum

Bóka­safnið Klébergi

 

 

Lestu einnig