SMS

21. desember 2022

Tyrk­land: Formaður lækna­fé­lagsins í haldi

Formaður tyrk­neska lækna­fé­lagsins, prófess­orinn Şebnem Korur Fincancı, hefur sætt gæslu­varð­haldi síðan 27. október 2022 á grund­velli ákæru um „áróður fyrir hryðju­verka­samtök“.

Mynd: lækna­félag Tyrk­lands

Hún var hand­tekin fyrir það að hafa, í sjón­varps­við­tali, kallað eftir sjálf­stæðri óháðri rann­sókn í tengslum við ásak­anir þess efnis að tyrk­neskir hermenn hefðu beitt efna­vopnum í Kúrd­istan-héraði í Írak.

SMS-félagar krefjast þess að Şebnem Korur Fincancı verði sleppt umsvifa­laust úr haldi án skil­yrða og að hún hljóti ekki dóm fyrir mann­rétt­ind­astarf sitt.

Lestu einnig