SMS

9. janúar 2025

Tyrk­land: Mann­rétt­inda­fröm­uður í haldi

Mann­rétt­inda­fröm­uð­urinn Nimet Tanrıkulu var hand­tekin á heimili sínu í Istanbúl af lögregl­unni þann 26. nóvember síðast­liðinn.

Fyrst var Nimet í haldi á lögreglu­stöð­inni en var svo færð á hryðju­verka­deild örygg­is­mála­stofn­unar í höfuð­borg­inni Ankara. Eftir fjóra daga í haldi lögreglu var Nimet úrskurðuð í gæslu­varð­hald  fyrir „aðild að hryðju­verka­sam­tökum“. Hún er í haldi í kvennafang­elsinu Sincan í Ankara.

Amnesty Internati­onal skoðaði spurn­ing­arnar sem Nimet var spurð við yfir­heyrslur, þar á meðal varð­andi ferðalög hennar og þátt­töku í viðburðum tengdum mann­rétt­indum Kúrda. Ekkert benti til þess að neitt af þessu tengdust vopn­uðum hópi.

Það er áhyggju­efni að Nimet sé í haldi fyrir mann­rétt­inda­störf sín. Yfir­völd í Tyrklandi misbeita oft hryðju­verka­lögum til að þagga niður í þeim sem berjast fyrir mann­rétt­indum. Amnesty Internati­onal telur að varð­hald hennar byggist á tilhæfu­lausri, handa­hófs­kenndri ásökun.

SMS-félagar Amnesty krefjast þess að Nimet Tanrıkulu verði umsvifa­laust leyst úr haldi, nema ef ákæru­valdið geti lagt fram ákæru sem byggir á opin­berum gögnum sem sýna fram á að hún hafi framið glæp sem er alþjóð­lega viður­kenndur.

Skráðu þig í SMS-aðgerðanetið hér.

Lestu einnig