SMS

16. janúar 2026

Úganda: Mann­rétt­inda­lög­fræð­ingur hand­tekinn að geðþótta

Dr. Sarah Bireete, mann­rétt­inda­lög­fræð­ingur, var hand­tekin að geðþótta 30. desember síðast­liðinn og er í haldi í Luzira-fang­elsinu í Úganda.

Hún var ákærð 2. janúar fyrir að hafa náð í eða birt persónu­upp­lýs­ingar með ólög­mætum hætti. Sama dag ákvað dómstóllinn að fresta afgreiðslu á beiðni hennar um lausn gegn trygg­ingu til 21. janúar 2026 til að gefa saksóknara færi á að bregðast við. Þetta stríðir gegn viðmiðum um lausn gegn trygg­ingu sem kveða á um að slíkar beiðnir skuli vera afgreiddar tafar­laust.

Hand­taka hennar virðist vera hluti af aukinni kúgun stjórn­valda gegn gagn­rýn­endum stjórn­valda og stjórn­ar­and­stæð­ingum.

SMS-félagar krefjast þess að yfir­völd í Úganda leysi hana tafar­laust úr haldi.

Lestu einnig