SMS
16. janúar 2026
Dr. Sarah Bireete, mannréttindalögfræðingur, var handtekin að geðþótta 30. desember síðastliðinn og er í haldi í Luzira-fangelsinu í Úganda.
Hún var ákærð 2. janúar fyrir að hafa náð í eða birt persónuupplýsingar með ólögmætum hætti. Sama dag ákvað dómstóllinn að fresta afgreiðslu á beiðni hennar um lausn gegn tryggingu til 21. janúar 2026 til að gefa saksóknara færi á að bregðast við. Þetta stríðir gegn viðmiðum um lausn gegn tryggingu sem kveða á um að slíkar beiðnir skuli vera afgreiddar tafarlaust.
Handtaka hennar virðist vera hluti af aukinni kúgun stjórnvalda gegn gagnrýnendum stjórnvalda og stjórnarandstæðingum.
SMS-félagar krefjast þess að yfirvöld í Úganda leysi hana tafarlaust úr haldi.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu