SMS
26. febrúar 2025Olha Baranevska, leikskólakennari á eftirlaunum frá borginni Melitopol í Úkraínu sem hefur opinberlega stutt Úkraínu, neitaði að halda aftur til vinnu eftir hernám Rússlands í febrúar 2022.
Hún var numin á brott af heimili sínu í maí 2024 af rússneskum hernámsyfirvöldum og hefur að sögn sætt pyndingum. Mánuði síðar var hún leyst úr haldi en stuttu síðar var hún handtekin að geðþótta og sætti gæsluvarðhaldi án dómsúrskurðar tvisvar sinnum í 14 daga í senn. Hún var síðan ákærð fyrir að fela sprengjubúnað í garðinum sínum og hlaut sex ára fangelsisdóm. Heilsu hennar hrakar og móðir hennar lést meðan hún var í haldi.
Amnesty International hefur skráð fjölmörg mannréttindabrot og brot á alþjóðlegum mannúðarlögum rússneskra hersveita og hernámsyfirvalda í Úkraínu. Þar á meðal stríðsglæpi og að öllum líkindum glæpi gegn mannúð, má þar nefna ólöglegan brottflutning óbreyttra borgara frá ákveðnum hernumdum svæðum Úkraínu. Einnig hafa verið fjölmargar tilkynningar um brottnám, þvinguð mannshvörf og ólögmæt varðhöld, pyndingar og aðra illa meðferð á óbreyttum borgurum á hernumdu svæðunum í Úkraínu. Amnesty International hefur skráð fjölmörg tilvik um slík brot á Krímskaga og í austurhluta Úkraínu frá árinu 2014 og á öðrum hernumdum svæðum frá árinu 2022. Í Rússlandi eru pyndingar og önnur ill meðferð í varðhaldi algeng, þar á meðal að neita fólki í haldi um heilbrigðisþjónustu og réttláta málsmeðferðr.
SMS félagar krefjast þess að mannréttindafulltrúi Rússlands geri allt í sínu valdi til að leysa Olha Baranevska tafarlaust úr haldi án skilyrða.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu