SMS

26. febrúar 2025

Úkraína: Leik­skóla­kennari í haldi Rússa

Olha Bara­nevska, leik­skóla­kennari á eftir­launum frá borg­inni Melitopol í Úkraínu sem hefur opin­ber­lega stutt Úkraínu, neitaði halda aftur til vinnu eftir hernám Rúss­lands í febrúar 2022.

Hún var numin á brott af heimili sínu í maí 2024 af rúss­neskum hernáms­yf­ir­völdum og hefur sögn sætt pynd­ingum. Mánuði síðar var hún leyst úr haldi en stuttu síðar var hún hand­tekin geðþótta og sætti gæslu­varð­haldi án dóms­úrskurðar tvisvar sinnum í 14 daga í senn. Hún var síðan ákærð fyrir fela sprengju­búnað í garð­inum sínum og hlaut sex ára fang­els­isdóm. Heilsu hennar hrakar og móðir hennar lést meðan hún var í haldi. 

Amnesty Internati­onal hefur skráð fjöl­mörg mann­rétt­inda­brot og brot á alþjóð­legum mann­úð­ar­lögum rúss­neskra hersveita og hernáms­yf­ir­valda í Úkraínu. Þar á meðal stríðs­glæpi og að öllum líkindum glæpi gegn mannúð, má þar nefna ólög­legan brott­flutning óbreyttra borgara frá ákveðnum hernumdum svæðum Úkraínu. Einnig hafa verið fjöl­margar tilkynn­ingar um brottnám, þvinguð manns­hvörf og ólögmæt varð­höld, pynd­ingar og aðra illa meðferð á óbreyttum borg­urum á hernumdu svæð­unum í Úkraínu. Amnesty Internati­onal hefur skráð fjöl­mörg tilvik um slík brot á Krímskaga og í aust­ur­hluta Úkraínu frá árinu 2014 og á öðrum hernumdum svæðum frá árinu 2022. Í Rússlandi eru pynd­ingar og önnur ill meðferð í varð­haldi algeng, þar á meðal að neita fólki í haldi um heil­brigð­is­þjón­ustu og rétt­láta máls­með­ferðr. 

SMS félagar krefjast þess að mann­rétt­inda­full­trúi Rúss­lands geri allt í sínu valdi til að leysa Olha Bara­nevska tafar­laust úr haldi án skil­yrða.

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér.

Lestu einnig