SMS

9. janúar 2019

Venesúela: Samfélög frum­byggja sæta árásum og enn í hættu

Dagana 8. og 9. desember fóru fram herað­gerðir á svæðum þar sem Pemón-frum­byggjar búa í Canaima-þjóð­garð­inum. Aðgerð­irnar voru í tengslum við stærsta námugröft í Venesúela (Arco Minero del Orinoco, AMO) en yfir 100 þúsund ferkíló­metrar af frum­skógi hafa verið eyði­lagðir. AMO er skil­greint sem mikil­vægt þróun­ar­svæði (Nati­onal Stra­tegic Develop­ment Zone) til að vekja athygli á arðráninu sem þarna á sér stað. Lögð var fram áætlun sem miðar að því að vernda svæðið (Tepuy protection plan) gegn ólög­legum námugreftri. Gefið hefur verið út að aðgerð­irnar þann 8. og 9. desember hafi verið fram­kvæmdar í samráði við Pemón-frum­byggjana, hins­vegar neita þeir að svo hafi verið.

Þann 9. desember lokaði herinn öllum aðgangi að Canaima og kom í veg fyrir að íbúar svæð­isins kæmust óhindr­aðir um. Í kjöl­farið hóf herinn að áreita og ráðast á almenna borgara með tára­gasi, hleyptu úr skotum og flugu þyrlum yfir svæðið.

Ungur maður af frum­byggja­ættum, Charly Peñaloza, lést í aðgerð­unum og þrír aðrir slös­uðust. Samkvæmt öðrum Pemón- frum­byggjum sem voru viðstaddir var enginn þeirra vopn­aður.

Þetta ofbeldi setti líf almennra borgara Canaima í hættu. Engin virk réttarað­stoð var í boði né örygg­is­varsla á svæðinu. Venesúela verður að tryggja mann­rétt­indi frum­byggja sem búa í Canaima-þjóð­garð­inum og á svæð­unum þar sem námugröftur AMO fer fram.

Við köllum eftir greina­góðri rann­sókn á aðstæð­unum sem drógu Charly Peñaloza til dauða, að niður­stöður verði opin­ber­aðar og gerendur dregnir til ábyrgðar.

Við hvetjum einnig yfir­völd til að tryggja að Pemón-frum­byggjar njóti verndar og að námugröftur fari fram í fullu samráði við fólkið sem býr á svæð­unum.

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér.

Lestu einnig