SMS

15. janúar 2020

Venesúela: Stjórn­ar­and­stæð­ingar í hættu

Full­trúar og starfs­fólk tengt stjórn­ar­and­stöð­unni í Venesúela hafa orðið fyrir ítrek­uðum árásum síðan 20. desember 2019. Aukin hætta er á hand­tökum að geðþótta og öðrum alvar­legum mann­rétt­inda­brotum gegn full­trúum stjórn­ar­and­stöð­unnar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Nicolas Maduro, forseti Venesúela og ríkis­stjórn hans hafa beitt harð­ræði til að bæla niður í full­trúa stjórn­ar­and­stöð­unnar. Hand­tökur að geðþótta og þvinguð manns­hvörf eru algengar þögg­un­ar­að­ferðir ríkis­stjórn­ar­innar.

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér! Sendu svo AKALL í númerið 1900 til að skrifa undir málið.

Gilber Caro og Víctor Ugas, full­trúar stjórn­ar­and­stöð­unnar, sættu að öllum líkindum þvinguðu manns­hvarfi 20. desember síðast­liðinn. Mál þeirra fór fyrir dóm en fjöl­skyldur þeirra fá ekki upplýs­ingar um hvar þeim er haldið.

Rógburður og hótanir gegn full­trúum stjórn­ar­and­stöð­unnar, þar á meðal full­trú­anum Delsa Solórzano, eru dæmi um atlögur gegn full­trúum þingsins sem hafa einnig verið hand­teknir að geðþótta. Á síðustu árum hefur fjöldi full­trúa stjórn­ar­and­stöð­unnar neyðst til að flýja land og sækja um alþjóð­lega vernd vegna hótana frá ríkis­stjórn Maduro.

Frá árinu 2014 hefur fordæm­is­laus fjöldi íbúa frá Venesúela flúið landið í leit að öryggi og betri framtíð. Í kringum 4,8 millj­ónir fólks hafa nú flúið land og talið er að í enda ársins 2020 verði fjöldinn orðinn 5,5 millj­ónir.

Sms-félagar krefjast þess að forseti Venesúela, Nicolas Maduro, bindi enda á bælingu stjórn­ar­and­stöð­unnar og verndi borg­araleg- og póli­tísk rétt­indi full­trúa og starfs­fólks þingsins.

Lestu einnig