SMS

19. desember 2025

Víetnam: Aðgerðasinni í einangrun

Bùi Tuấn Lâm, þekktur núðlu­sali, hefur sætt fanga­vist frá 2023 í Xuân Lộc fang­elsi í Đồng Nai-héraði fyrir mynd­bönd á samfé­lags­miðlum um samfé­lagsmál og mann­rétt­indi.

Frá apríl 2025 hefur hann sætt pynd­ingum og annarri illri meðferð án aðgangs að hreinu vatni, rafmagni og birtu.  Sjón hans fer versn­andi þar sem honum hefur verið haldið föngum í dimmum klefa. Án umbóta á aðstæðum í fang­elsinu eru miklar líkur á að heilsa hans versni enn frekar. 

Bùi Tuấn Lâm var hand­tekinn fyrir það eitt að nýta tján­ing­ar­frelsið og verður að leysa hann tafar­laust úr haldi án skil­yrða. 

Lestu einnig