Yfirlýsing

18. desember 2025

Yfir­lýsing Íslands­deildar Amnesty Internati­onal vegna frétta um beit­ingu einangr­un­ar­vista

Vegna frétta um ungu konuna sem þjáist af þung­lyndi og ýmsum rösk­unum og hefur samkvæmt þeim verið meira eða minna í einangrun í fang­elsinu á Hólm­heiði vill stjórn Íslands­deildar Amnesty Internati­onal koma eftir­far­andi á fram­færi.

Mál konun­unna hefur vakið athygli okkar og áhyggjur. Við minnum á að samkvæmt alþjóða­lögum skalbeiting einangr­un­ar­vistar heyra til algjörra undan­tekn­inga, hún skal vara í sem skemmstan tíma og ávallt vera háð ströngum skil­yrðum. Neikvæð heilsu­farsáhrif geta komið í ljós eftir aðeins örfáa daga í einangrun. Sjálfs­vígs­hætta og sjálfsskaði eykst á fyrstu tveimur vikum einangr­un­ar­vistar. Hætta á heilsutjóni eykst með degi hverjum í einangrun.

Í samræmi við alþjóð­legt bann gegn pynd­ingum og annarri grimmi­legri, ómann­legri eða vanvirð­andi meðferð eða refs­ingu ætti aldrei að hafa fólk í viðkvæmri stöðu í einangr­un­ar­vist, svo sem fólk með fötlun, geðrask­anir eða tauga­þrosk­arask­anir, þar sem einkenni gætu versnað við einangrun sem er því líkleg til að valda skaða. Að sama skapi er það skýrt brot á banni Sameinuðu þjóð­anna gegn pynd­ingum að einstak­lingur sæti langvar­andi einangr­un­ar­vist, þ.e. lengur en í 15 daga.

Amnesty Internati­onal minnir jafn­framt á gagn­rýni CPT-nefndar Evrópu­ráðsins, sem heim­sótti Ísland í maí 2019 og gerði úttekt á fang­elsum landsins. Nefndin lýsir þar yfir alvar­legum áhyggjum yfir því að fangar á Íslandi hafi mjög takmark­aðan aðgang að geðheil­brigðis- og sálfræði­þjón­ustu. Nefndin kallaði á íslensk stjórn­völd að grípa tafar­laust til aðgerða til að tryggja að fangar með geðrask­anir sem þurfa á geðheil­brigð­is­með­ferð að halda séu vist­aðir á viðeig­andi stofn­unum með full­nægj­andi þjón­ustu.

Við köllum eftir því að íslensk stjórn­völd komi tafar­laust á mikil­vægum umbótum og tryggi rétt þeirra sem sitja í fang­elsi að vera frjáls undan pynd­ingum og annarri grimmi­legri, ómann­legri eða vanvirð­andi meðferð eða refs­ingu.

Virð­ing­ar­fyllst,

Eva Einars­dóttir
f.h. stjórnar Íslands­deildar Amnesty Internati­onal
Formaður Íslands­deildar Amnesty Internati­onal

Lestu einnig