Yfirlýsing

28. nóvember 2022

Yfir­lýsing vegna beit­ingar einangr­un­ar­vistar gegn börnum

Íslands­deild Amnesty Internati­onal fordæmir beit­ingu einangr­un­ar­vistar gegn börnum í gæslu­varð­haldi í öllum tilfellum. Beiting einangr­un­ar­vistar gegn börnum er skýrt brot gegn alþjóð­legum mann­rétt­inda­lögum og viðmiðum.

Afstaða samtak­anna er skýr þessa efnis. Þegar einangr­un­ar­vist er beitt gegn börnum hér á landi brjóta stjórn­völd gegn alþjóð­legu banni við pynd­ingum og annarri grimmi­legri, ómannlegri eða vanvirð­andi meðferð eða refs­ingu. Fjöldi alþjóðasamninga sem Ísland er aðili að fela í sér umrætt bann.  

Rann­sóknir sýna að áhrif einangr­un­ar­vistar hafa alvarleg áhrif á líkam­lega og andlega heilsu einstak­lings jafnvel þó hún vari aðeins í nokkra daga. Áhrifin geta falið í sér svefn­leysi, rugl­ingi, ofsjónum og geðrofi.    

Á árunum 2012 til 2021 hafa tíu börn sætt einangrun í gæslu­varð­haldi á Íslandi.  

Í áliti nefndar Sameinuðu þjóð­anna gegn pynd­ingum (e. UN CAT) í maí 2022 er lýst áhyggjum að börn hafi sætt einangrun í gæslu­varð­haldi á Íslandi. Í tilmælum nefnd­ar­innar til íslenskra stjórnvalda eru þau hvött til aðlaga íslensk lög að alþjóð­legum lagaramma sem leggur bann við beit­ingu einangr­un­ar­vistar gegn einstak­lingum undir lögaldri.  

Íslands­deild Amnesty Internati­onal hvetur stjórn­völd að bregðast við tilmælum nefndarinnar og endur­skoða laga- og verklagsramma svo tryggt sé að börn sæti aldrei einangrun í gæslu­varð­haldi í samræmi við alþjóðleg mann­rétt­indalög.  

Lestu einnig