Yfirlýsing

9. ágúst 2022

Yfir­lýsing vegna frétta­til­kynn­ingar um hern­að­ar­að­ferðir Úkraínu­hers

Amnesty Internati­onal harmarfrétta­til­kynning um hern­að­ar­að­ferðir Úkraínu­hers hafi valdið áhyggjum og reiði. Frá því að innrás Rúss­lands hófst í febrúar 2022 hefur Amnesty Internati­onal rann­sakað og ítrekað greint frá stríðs­glæpum og mann­rétt­inda­brotum Rúss­lands í Úkraínu og rætt við hundruð þolenda. Frásagnir þeirra varpa ljósi á grimmi­legi veru­leika þar í landi vegna ólög­mætrar innárásar Rúss­lands. Amnesty Internati­onal hefur hvatt heims­byggðina til að sýna íbúum Úkraínu samstöðu með aðgerðum og því verður sann­ar­lega haldið áfram. 

Forgangsröð Amnesty Internati­onal, í þessum átökum og öðrum, er að tryggja vernd óbreyttra borgara og var það eina markmið samtak­anna með því að birta niður­stöður þess­arar rann­sóknar. Afstaða Amnesty er óbreytt en okkur þykir mjög leitt að hún hafi valdið sárs­auka. Því viljum við útskýra nánar nokkur mikilvæg atriði. 

Í frétta­til­kynn­ingunni var greint frá því að í 19 bæjum og þorpum sem Amnesty Internati­onal heim­sótti voru tilfelli þar sem úkraínski herinn stað­setti sig við hliðina á heim­ilum óbreyttra borgara sem stefndi hugs­an­lega öryggi þeirra í hættu vegna árása Rússa. 

Umrætt mat Amnesty Internati­onal byggist  á reglum alþjóð­legra mann­úð­ar­laga sem setja þau skil­yrði að allir aðilar í átökum forðist, eftir fremsta megni, að setja hern­að­arleg skot­mörk í eða við þéttbýl svæði. Lög um stríðs­átök eru m.a. sett í þeim tilgangi að vernda óbreytta borgara. Af þessum ástæðum þrýstir Amnesty Internati­onal á stjórn­völd að fram­fylgja þeim.  

Það þýðir þó alls ekki að Amnesty Internati­onal dragi úkraínskar hersveitir til ábyrgðar fyrir brot rúss­neskra hersveita eða að úkraínski herinn hafi ekki annars staðar í landinu gripið til varúð­ar­ráð­stafana í samræmi við alþjóðleg mann­úð­arlög. 

Það er krist­al­tært að ekkert sem Amnesty skráði um gjörðir úkraínska hersveita rétt­lætir mann­rétt­inda­brot Rúss­lands. Rúss­land er eitt og sér ábyrgt fyrir mann­rétt­inda­brotum rúss­neskra hersveita á úkraínskum borg­urum. Starf Amnesty Internati­onal síðustu sex mánuði ásamt fjöl­mörgum skýrslum um og rann­sóknum á mann­rétt­inda­brotum og stríðs­glæpum Rúss­lands sýnir hversu mikil og alvarleg áhrif þau hafa haft á óbreytta borgara. 

Amnesty Internati­onal sendi úkraínskum stjórn­völdum niður­stöður rann­sókn­ar­innar þann 29. júlí síðast­liðinn. Í bréfinu fylgdu GPS hnit og aðrar viðkvæmar upplýs­ingar um stað­setn­ingar, m.a. skóla og sjúkra­húsa, þar sem úkraínskar herveitir höfðu stað­sett sig mitt á meðal óbreytta borgara. Þessar upplýs­ingar eru ekki birtar í frétta­til­kynn­ingu okkar vegna þeirrar hættu sem því myndi fylgja bæði fyrir úkraínskar hersveitir og þá óbreyttu borgara sem veittu okkur viðtal. 

Amnesty leitast við að greina frá mann­rétt­inda­brotum af óhlut­drægni. Þegar alþjóðleg mann­úð­arlög eru brotin, eins og í þessu tilviki, greinum við frá þeim á nákvæman hátt. 

Nálgun Amnesty Internati­onal í Úkraínu er sú sama og samtökin hafa beitt í áratugi þegar kemur að vopn­uðum átökum. Áður hefur Amnesty Internati­onal skráð brot beggja aðila í vopn­uðum átökum í Tigray-héraði í norð­ur­hluta Eþíópíu, Nagorno-Kara­bakh í átökum milli Armeníu og Aser­baísjan, Írak/Sýrlandi, Ísrael/hernumdu svæðum Palestínu, Mjanmar, Alsír og Nígeríu.  

Niður­stöður Amnesty Internati­onal eru í samræmi við aðrar áreið­an­legar heim­ildir. Mann­rétt­inda­stofnun Sameinuðu þjóð­anna gaf út skýrslu þann 29. júní þar sem greint var frá því að úkraínsk­arog rúss­neskar hersveitir stað­settu bæki­stöðvar í íbúða­byggð eða nærri borg­ara­legum mann­virkjum og að hern­að­ar­að­gerðir fóru þar fram án þess að gripið væri til aðgerða til að vernda óbreytta borgara á svæðinu í samræmi við alþjóðleg mann­úð­arlög. Human Rights Watch gaf út skýrslu þann 21. júlí með svip­uðum niður­stöðum þar sem skráð var að úkraínskar og rúss­neskar hersveitir stað­settu bæki­stöðvar í íbúða­byggð og að óbreyttir borg­arar hefðu látið lífið og særst vegna árása á stöðv­arnar. 

Forgangsröð Amnesty Internati­onal er ávallt sú að tryggja að líf óbreyttra borgara og mann­rétt­indi séu vernduð í stríðs­átökum. 

Lestu einnig