Bretland

Bretland: Fella þarf niður ákærur á hendur friðsömum mótmælendum 

Frið­samir mótmæl­endur voru hand­teknir á Bretlandi fyrir að mótmæla banni við Palestine Action-aðgerða­hópnum sem tók gildi 5. júlí 2025. Í ágúst voru rúmlega 700 mótmæl­endur hand­teknir í London og víðar um Bret­land. Til viðbótar voru 857 mótmæl­endur hand­teknir í London 6. sept­ember og 488 mómæl­endur 4. október. Samtals hafa rúmlega 2100 frið­samir mótmæl­endur verið hand­teknir á Bretlandi í tengslum við þessi mótmæli.

Ákærur 

Úr þessum hópi hafa um 138 mótmæl­endur verið ákærðir fyrir hryðju­verka­tengd brot á grund­velli hryðju­verka­laga í Bretlandi og hætta er á að fleiri verði ákærðir. Sjö tals­menn aðgerða­hópsins Defend Our Juries (DOJ) voru hand­teknir 2. sept­ember fyrir að skipu­leggja mótmælin 6. sept­ember og eiga yfir höfði sér allt að níu ára fang­els­isdóm.  

Frið­samleg mótmæli 

Frið­samir mótmæl­endur voru hand­teknir fyrir skila­boðin: „Ég er á móti hópmorði. Ég styð Palestine Action-aðgerða­hópinn (e. I Oppose Genocide. I Support Palestine Action). Mótmæl­endur hafa rétt á að tjá andúð sína á hópmorði sem Ísrael fremur gegn Palestínu­búum á Gaza.  

Lögreglan í London gaf út yfir­lýs­ingu eftir mótmælin 6. sept­ember þar sem fram kom að mótmæl­endur hefðu reynt að hvetja til ofbeldis gegn lögreglu. Amnesty Internati­onal vaktaði þessi mótmæli og telur yfir­lýs­inguna ekki gefa rétta mynd af mótmæl­unum. Aftur á móti sást til lögreglu beita hörku með því að hrinda mótmæl­endum og draga upp kylfur.

Alþjóðalög 

Samkvæmt alþjóða­lögum sem Bretlandi ber að fram­fylgja þurfa allar takmark­anir á tján­ingar- og funda­frelsinu að vera lögmætar, nauð­syn­legar og gæta meðal­hófs. Aðeins skal tjáning sem hvetur til ofbeldis, haturs eða mismun­unar vera refsi­verð. Stuðn­ingur við aðgerðir í þágu Palestínu telst ekki hvatning til neins af þessu.   

Gríptu til aðgerða 

Skrifaðu undir og krefstu þess að bresk yfir­völd felli niður ákærur á hendur mótmæl­endum sem voru hand­teknir fyrir það eitt að nýta sér tján­ingar- og funda­frelsið með frið­sam­legum hætti. 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.